Color Tattoo

Vörurnar eru í einkaeigu

MG_7749

Ég var að bæta þessum tveimur Color Tattoo augnskuggum frá Maybelline við safnið mitt og ég verð að segja að ég er ótrúlega hrifin af þeim og er búin að nota þá nánast á hverjum einasta degi síðan ég keypti þá, bæði sem augnskuggagrunn og svo líka bara eina og sér. Það sem er sérstakt við augnskuggana er að þeir eru hvorki krem né gel skuggar heldur blanda af báðu svo auðvelt er að bera þá á augnlokið og þeir haldast virkilega lengi þar á hverju sinni.

MG_7720

Sá fyrsti sem ég keypti var þessi hér sem heitir On and on Bronze. Mér finnst hann ekkert brjálæðislega bronslitaður heldur frekar svona brún-sanseraður. Þessi er samt klárlega orðinn uppáhalds hversdagsaugnskugginn minn því það tekur enga stund að bera hann á augnlokið. Þegar ég set þessa augnskugga á mig finnst mér alltaf best að bera þá á með fingrinum og svo blanda ég þá út með Domed shadow brush frá Real Techniques svo það sjáist ekki nein leiðinleg skil. Það er reyndar ekki hægt að kaupa þann bursta stakan heldur er hann hluti af Travel Essentials settinu frá RT en hvaða þétti breiði augnskuggabursti sem er ætti að gefa sömu lokaútkomu.

MG_7721

Hér sjáið þið vel fallegu sanseruðu agninar sem skipta sköpun í augnskugganum og gera hann svolítið einstakan.

MG_7722

Seinni kremskugginn var svo þessi hér í litnum Eternal Gold. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki jafn hrifin af þessum og ég er af hinum. Ég bjóst við að pigmentin í þessum yrðu jafn sterk og í þessum bronslitaða en þau voru það því miður ekki. Einnig fannst mér hann vera meira glimmeraður (ef það er orð) frekar en sanseraður eins og hinn var.

MG_7726

Hér lítur hann samt eins út og þessi bronslitaði og því bjóst ég við að áferðin af þeim yrði eins.

MG_7740

Svona lýta þeir svo út þegar þeir eru komnir á húðina. Hér sjáið þið vel að þessi gullitaði er ekki alveg jafn þéttur og sá bronslitaði en þrátt fyrir það finnst mér þeir samt báðir gullfallegir á sinn hátt. Það góða við Color Tattoo augnskuggana er að þeir endast og þegar ég skrifa endast þá meina ég endast! Þegar þú setur þá á augnlokið þá eru þeir ekki að fara neitt og því klessast þeir ekkert þegar líður á daginn. Eitt sem er samt sjúklega pirrandi er að Maybelline kemur oft með nýja liti í þessa línu og þá taka þeir bara gömlu Color Tattoo litina úr og hætta að framleiða þá. Ég skil það bara ekki. Þetta er alveg sérstaklega pirrandi þegar að maður tekur ástfóstri við einn ákveðin lit (*hóst* Permanent Taupe *hóst*) og þá bara hætta þeir að framleiða hann! Samt alltaf gaman þegar það koma nýjir litir en þeir gömlu mega alveg fá að haldast inni líka fyrir okkur vanaföstu :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
Fyrir alla sem elska METAL
Ég og pósturinn í Danmörku erum ekki vinir, við getum orðað það svoleiðis. Þessi palletta kom til landsins í lok nóvember en ég fékk hana ekk...
powered by RelatedPosts