4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Camilla Pihl x ESSIE

Færslan er ekki kostuð

OLYMPUS DIGITAL CAMERA Processed with VSCO with a5 preset

Myndir frá/Pictures from http://www.camillapihl.no/

Tvær síðustu færslur hjá mér innihalda mynd af norska bloggaranum Camillu Pihl… það hlýtur að vera eitthvað met! Þið verðið að afsaka það en ég er bara að missa mig yfir nýjasta samstarfi Essie og Camillu! Þetta er annað samstarf þeirra en í bæði skiptin hefur Camilla valið nokkra af sínum uppáhalds Essie litum til að setja saman í eina línu. Í þetta skiptið voru litirnir sem hún valdi innblásnir af tískuvikunni í New York og að mínu mati eru þeir alveg einstaklega fallegir saman. Ég er til dæmis gjörsamlega að missa vatnið yfir dökkgræna Stylenomics litnum en ég skil bara ekki afhverju ég á hann ekki nú þegar! Litirnir í línunni fást allir hér heima en þeir eru sex talsins og heita: Stylenomics, Not just a pretty face, Over the knee, Demure vix, Cocktail bling og Tea & Crumpets. Fyrst þeir fást allir hér heima þá get ég eignast þá alla! Þessi græni og grái eru allavega efst á mínum Essie óskalista héðan í frá! Hversu gaman væri samt að sjá svona samstarf við íslenskan bloggara?! Ég veit allavega hverjir mínir 6 litir myndu vera! ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Brúðkaupsfærslur
Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að fara að gifta mig á næsta ári. Við hjónaleysin höfum verið saman í 6 ár+ og síðasta sumar skellti Magnús sér á...
Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
powered by RelatedPosts