4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Burned Orange lúkk

_MG_7645

Það er eitthvað við dökk appelsínugulan eða „burned orange“ augnskugga sem ég gjörsamlega elska! Ég gerði þetta lúkk áður en ég fór á Mamma Mia fyrir svolitlu síðan og gleymdi alltaf að sýna ykkur það. Ég notaði nýja Morocco augnskuggann minn frá Makeup Geek en hann er gjörsamlega tjúllaður þegar kemur að appelsínugulum augnskuggum.

_MG_7630

Ég ákvað að láta Morocco vera aðalstjörnuna í þessu lúkki og dreifði vel úr honum yfir allt augnsvæðið til að skapa mjög mjúk skil og skyggingu. Þetta er eiginlega búin að vera förðun sumarsins hjá mér en ég hef skartað henni oftar en einu sinni það sem af er sumrinu. Appelsínuguli liturinn gerir bláu augun mín eitthvað svo stingandi/seiðandi en ég para augnförðunina alltaf saman með ljómandi húð sem er klárlega punkturinn yfir i-ið.

_MG_7666

Hér sjáið þið nærmynd af augnförðuninni sjálfri en hér sést vel hvernig ég blæs út appelsínugula litinn svo engin skörp skil myndist.

_MG_7667

Ég ber svo jafn mikið af augnskugganum meðfram neðri augnháralínunni til að skap ákveðna heildarmynd.

Kannski ég fari bara yfir lúkkið skref fyrir skref :)

MUG_Morocco1. Eftir að hafa grunnað á mér augnlokið byrja ég á því að bera vel af litnum Peach Smoothie frá Makeup Geek í glóbuslínuna.

2. Næst tek ég litinn Summer Yum úr Sweet Peach pallettunni frá Too Faced og ber hann aðeins neðar í glóbuslínuna en ég gerði með Peach Smoothie. Hér er líka hægt að nota litinn Coco Bear frá Makeup Geek eða litinn Sienna frá Anastasia Beverly Hills því þeir eru báðir mjög svipaðir Summer Yum.

3. Núna tek ég aðalstjörnu förðunarinnar en það er augnskugginn Morocco frá Makeup Geek. Hann ber ég neðst í glóbuslínuna og á allt augnlokið. Ég hef litinn hvað skarpastan yst á augnlokinu og dreifi svo vel úr honum til að „blása“ hann út.

4. Næst tek ég smá af litnum Bellini úr Sweet Peach pallettunni og set á mitt augnlokið til að setja smá „hreyfingu“ á augnförðunina.

Meðfram neðri augnháralínunni ber ég svo litinn Summer Yum og dreifi vel úr honum með Morocco.

5. Síðast en ekki síst ber ég litinn Shimma Shimma frá Makeup Geek í innri augnkrók til að birta smá yfir förðuninni.

_MG_7625

Þetta er þá lúkkið! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Maskari sem þolir ýmislegt!
Það er löngu komið að þessari færslu hjá mér þar sem þessi maskari og maskaragrunnur er búinn að vera í stanslausri notkun hjá mér í nánast all...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
powered by RelatedPosts