4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Brúðarlínan frá Essie

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_8352

Ég er búin að bíða rosalega spennt eftir að skrifa þessa færslu en í henni langar mig að sýna ykkur nýju brúðarlínuna frá Essie! Línan er væntanleg í verslanir á næstunni en það er um að gera að fylgjast með Essie á Facebook til að vita nákvæmlega hvernær hún mætir því síðan er rosa dugleg að birta nýjar upplýsingar þar. Línan kemur í verslanir í takmörkuðu magni en hún er gullfalleg eins og þessar myndir sem ég tók sýna vel!

_MG_8350

Á hverju ári setur Essie á markað svokallaða brúðarlínu þar sem litirnir endurspegla vinsælustu brúðkaupslitina en litavalið í ár er sérstaklega fallegt. Ég er til að mynda töluvert hrifnari af þessari línu heldur en línunni sem var í fyrra þótt hún hafi líka verið flott. Það er samt einn litur í þessari línu sem mér finnst bera höfuð og herðar yfir hina en þið verðið að lesa lengra til að komast að því hver það er ;)

_MG_8387

Fyrsti liturinn er nú þegar kominn í verslanir en það er liturinn Mrs Always -right. Þetta er verulega fallegur litur en ég myndi lýsa honum sem klassískum „dusty rose“. Hann kemur út aðeins rauðari á þessum myndum en hann er í raun og veru svo þið vitið af því :)

_MG_8447-2

Hér sjáið þið litinn betur á nöglinni. Hann þekur rosalega vel og þegar ég set hann á mig þarf ég bara eina umferð. Virkilega fallegur litur sem henta brúðum sem vilja vera með neglur í stíl við rósrauða brúðarvöndinn.

_MG_8404

Liturinn Steal his name er þessi klassíski bleiki brúðarlitur. Hann er ekki heill svo liturinn hentar til dæmis vel sem grunnlitur fyrir „french manicure“. Lakkið gefur létta þekju svo ef þið viljið fá heilan lit þurfið þið líklegast tvær eða fleiri umferðir af þessu því það er í rauninni ekki ætlað til þess.

_MG_8445-2

Hér sjáið þið litinn á nöglinni. Hann hentar einstaklega vel fyrir hina látlausu brúður sem vill vera með náttúrulegar og vel snyrtar neglur á stóra deginum.

_MG_8409

Næstu þrír litir sem ég ætla að sýna ykkur eru litir sem ég gæti vel hugsað mér að skarta ef ég væri að fara að gifta mig. Þetta tjúllaða fjólubláa lakk ber heitið Groom Service og er ljós fljólublátt, næstum því pastellitað.

_MG_8453-2

Lakkið er heilt svo það þekur vel en ég myndi segja að það þyrfti svona eina til tvær umferðir af því til að ná fullri þekju. Þessi litur hentar vel brúðinni sem er tilbúin að taka áhættu og stíga út fyrir boxið.

_MG_8417

Liturinn Between the seats er grátóna hvítur sem er með flottustu hvítu lökkum sem ég hef séð! Liturinn er meira fílabeinshvítur en eitthvað annað svo hann hentar fullkomlega sem brúðarlakk.

_MG_8458-2

Hér sjáið þið litinn á nöglinni. Liturinn er heill svo ein til tvær umferðir af þessum ættu að duga til að þekja vel. Liturinn hentar óákveðnu brúðinni sem veit ekki alveg hvaða lakk skal velja en vill lit sem passar við allt. Ég veit að þessi litur kom í mjög takmörkuðu upplagi til landsins og þegar ég segi mjög takmörkuðu þá meina ég mjög takmörkuðu! Ef þið viljið eignast þennan þá skuluð þið hafa hraðar hendur þegar línan kemur í sölu því þess mun fara fljótt.

_MG_8427

Síðast enn alls ekki síst er komið að uppáhaldslitnum mínum og þeim lit sem mér finnst bera höfuð og herðar yfir alla hina! Þetta er liturinn Passport to happiness og er sanseraður mintugrænn. Ég hef aldrei séð neitt lakk áður sem líkist þessu svo ég féll kylliflöt fyrir því um leið og ég bar það augum!

_MG_8468-2

Ég held  að þetta yrði sá litur sem yrði fyrir valinu hjá mér fyrir giftingu því hann er svo svakalega fallegur og einstakur. Liturinn þekur vel en það gæti þurft tvær umferðir af honum til að fá 100% þekju á nöglina. Þessi litur hentar vel brúðinni sem vill neglur sem eru jafn mikill hluti af dressinu og brúðarslörið.

_MG_8373

Það er einn litur úr línunni sem kom ekki til landsins en það er liturinn Coming Together. Ég verð samt að segja að ég sakna hans lítið þegar að restin af línunni er svona falleg! Allt í allt er þetta æðisleg lína sem hentar einstaklega vel brúðum, blómastelpum eða bara okkur hinum sem elskum flott naglalökk ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Brúðkaupsmessan í Köben
Síðustu helgi skelltu ég og betri helmingurinn minn okkur á brúðkaupsmessuna hér í Köben. Messan er haldin nokkrum sinnum á ári þar sem helst...
Brúðkaupsfærslur
Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að fara að gifta mig á næsta ári. Við hjónaleysin höfum verið saman í 6 ár+ og síðasta sumar skellti Magnús sér á...
Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
powered by RelatedPosts