4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Bronze Goddess 2016

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_6846

Ef það er einhver sumarlína sem ég er spenntust fyrir á hverju einasta ári þá er það Bronze Goddess línan frá Estée Lauder! Það er eitthvað við línuna sem mér finnst vera sjúklega sumarlegt og ég ætla að giska á að ilmurinn í henni hafi eitthvað með það að gera. Ilmurinn er nefnilega svo fáránlega sumarlegur og flottur að ég gæti hreinlega baðað mig upp úr honum…

_MG_6780

Línan samanstendur af nokkrum flottum vörum en eins og alltaf er ilmurinn aðalstjarnan enda lang vinsælastur á hverju ári, ár eftir ár. Estée Lauder er reyndar vant því að koma með nýjan og öðruvísi Bronze Goddess sumarilm á hverju ári en þetta árið er ilmurinn sá sami og hann var í fyrra, sömu umbúðir og sama lykt eftir því sem ég best veit. Ásamt ilminum koma í verslanir nokkrar snyrtivörur en í ár kom augnskuggapallettan ekki til landsins en í staðin er þessi varalitur/gloss í boði í þremur litum sem að mínu mati trompar pallettuna allan daginn :)

_MG_6800

Mig langaði að byrja á því að fara aðeins betur yfir Bronze Goddess ilminn en ef þið gætuð troðið sólarströnd ásamt kókoshnetum, vanillu, fáeinum kokteilum og sumaryl í flösku þá myndi það lykta nokkurn veginn eins og hann. Hér fyrir neðan sjáið þið svo styrkleika grunn-, hjarta og toppnótna ilmsins.

grunnnotur_synishorn

hjartanotur_synishorntoppnotur_synishorn

Nefið mitt greinir langmest kókoslyktina enda er hún hvað sterkust samkvæmt fragantica.com. Einnig býr ilmurinn yfir ákveðnum vanillu- og sítruskeim sem hjálpa til við að skapa hinn fullkomna sumarilm.

_MG_6864

Í línunni í ár er einnig þessi sniðuga vara sem heitir Pure Color Lip & Cheek Summer Glow og kemur í þremur litum en hér á myndinni sjáið þið litinn 01 Peach Glow. Eins og nafnið á vörunni gefur til kynna þá má nota vöruna bæði á kinnarnar og á varirnar.

_MG_6891

Varan skiptist í tvennt þar sem helmingurinn af vörunni er gloss en hinn helmingurinn er varalitur/kinnalitur svo hún hentar einstaklega vel fyrir sólarferðir þar sem maður fær sitthvora sortina í einni vöru og þarf því ekki að pakka jafn miklu í snyrtitöskuna. Ég er ótrúlega glöð með þennan lit og finnst hann vera langfallegastur af þeim þremur sem eru í boði en hér fyrir neðan getið þið séð betur hvers vegna :)

Hér sjáið þið vara-/kinnalitinn á vörunum mínum. Liturinn þekur vel og endist ágætlega. Eftir að ég borða með litinn á vörunum þarf ég að setja meira á mig en það persónulega pirrar mig ekki enda pirra ég mig sjaldan á varalitum sem sjá um að veita vörunum mínum raka. Mér finnst þessi litur svo vera æðislegur! Hann er svo sumarlegur og flottur og ég veit að þessi á eftir að búa í jakkavasanum mínum í allt sumar.

Glossið gefur léttan lit og glans á varirnar en það er umfram allt þægilegt að hafa glossið á vörunum og ég er sko langt frá því að vera gloss manneskja. Glossið er smá klístrað en samt ekki svona pirrandi klístrað ef þið skiljið hvað ég meina. Það veitir vörunum ágætan raka svo ég sé mig alveg geta notað það mikið í vinnunni í sumar.

_MG_6908

Hér sjáið þið svo glossið og varalitinn á hendinni minni. Lyktin af bæði varalitnum og glossinu er klikkaðislega góð og alltaf þegar ég er með glossið á mér þá langar mig bara að sleikja það af en því miður er ekki jafn gott bragð af því og lyktin gefur til kynna þó þess væri óskandi ;) Það er frekar erfitt að gefa svona þríþátta vöru eina einkunn svo ég sleppi því í þetta sinn.

_MG_6846

Ein flottasta sumarlínan á markaðnum þetta árið að mínu mati og ef þið hafið ekki þefað af ilminum nú þegar þá mæli ég sko klárlega með því að þið hoppið inn í ilmvatnsdeildina næst þegar þið labbið þar framhjá og þefið vel af ilmvatninu! Ég gæti auðveldlega þefað af ilminum í heila kvöldstund og gríp mig oft við það að sniffa úlnliðina mína þegar að ég er með ilminn á mér. Ef það segir ekki að mér finnist lyktin æðisleg þá veit ég ekki hvað gerir það! ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
Á heilanum #1 - URÐ
Mig langaði að kynna fyrir ykkur nýjan lið sem mun bætast við þetta litla blogg mitt en í honum langar mig að segja ykkur frá því sem ég fæ á...
Fullkomin brúðarpalletta
Ég held það sé enginn annar tími á árinu sem er jafn vinsæll fyrir brúðkaup eins og sumartíminn. Ég skil það bara alveg rosalega vel þar sem ...
powered by RelatedPosts