4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Boss fyrir hann og hana

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

_MG_4660

Ég er ekki frá því að mér finnist skemmtilegast að taka myndir af fallegum ilmvatnsglösum og þessi tvö voru engin undantekning þar á! Hugo Boss Extreme ilmirnir sem þið sjáið hér á myndunum eru tiltölulega nýkomnir í verslanir hér á landi enda splunkuný afurð frá framleiðandanum árið 2016. Ilmirnir eru þó komnir til að vera og eru nú orðnir hluti af varanlegri línu Hugo Boss ilma. Mig langaði að sýna ykkur betur ilmina og segja ykkur aðeins frá þeim.

_MG_4711

Fyrirsæturnar tvær sem prýða umbúðir ilmanna hafa áður sést í herferðum hjá Hugo Boss. Fyrir ilmvatnið er það hún Freja Beha Erichsen sem situr fyrir en hún er dönsk fyrirsæta sem er meðal annars þekkt fyrir að veita Karl Lagerfield mikinn innblástur. Fyrir rakspírann er það hann Adrien Sahores sem er í aðalhlutverki. Adrien kemur frá Frakklandi og er fæddur í París þar sem hann var einmitt uppgötvaður sem fyrirsæta. Hann var að versla í borginni þegar umboðsaðili frá Ford Europe módelskrifstofunni nálgaðist hann og nokkrum dögum síðar opnaði hann haustsýninguna fyrir Lanvin þar sem hann gekk fyrstur út á göngupallinn. Ótrúleg saga :)

_MG_4670

Förum fyrst aðeins yfir dömuilminn sem er eins og þið sjáið gífurlega fallegur! Ilmurinn sem heitir Hugo Woman Extreme er afbrigði af upprunalega Hugo Woman ilminum en þessi einkennist af ljúfum og frískandi nótum. Aðalstjarnan í ilminum er án efa bersaber eða boysenberries en þeim fylgja fast á eftir rauðgresi og jasmína. Þessar nótur gera ilminn bæði berjakenndan og ferskan í senn. Þar sem ilmurinn er nýkominn á markað hérna heima smellpassar hann beint inn í vorið og fylgir manni vel inn í sumarið með sínum ávaxta og blómanótum.

_MG_4666

Glasið gefur ilminum svo ekkert eftir en þetta glas er eins og þið sjáið fáránlega stílhreint og flott! Glasið sjálft er hringlaga en hönnuðirnir hjá Hugo brjóta þó aðeins upp á formið með því að ýta hliðunum á glasinu örlítið inn. Þetta gerir það að verkum að þegar ljós fellur á glasið birtir yfir ilmvatninu og bleiki liturinn verður einstaklega fallegur. Lokið á glasinu er síðan svo látlaust að maður tekur nánast ekkert eftir því enda á liturinn á ilmvatninu og lögunin á glasinu að fanga athygli manns við fyrstu sýn sem hún gerir svo sannarlega.

_MG_4662

Eins og alltaf þá getið þið séð hér fyrir neðan allar þær nótur sem finna má í ilminum ásamt styrkleika þeirra. 

Screen Shot 2016-04-13 at 22.23.23

Screen Shot 2016-04-13 at 22.18.43

Screen Shot 2016-04-13 at 22.25.50

_MG_4691

Líkt og ilmvatnið hér fyrir ofan þá er Hugo Boss Extreme for men ilmurinn afbrigði af upprunalega Hugo Boss ilminum. Ég hef þefað af þeim báðum og get því sagt að þessi nýi er örlítið ferskari en sá upprunalegi sem kom fyrst á markað árið 1995. Sá ilmur innihélt einnig töluvert fleiri nótur en nýja afbrigðið sem þið sjáið hér á myndunum. Við gerð Extreme ilmsins hafa framleiðendurnir ýkt enn frekar lyktina af grænum eplum sem er stór hluti af ferskleika ilmsins en á sama tíma og hann er frískandi nær hann að vera mjög grófur og karlmannlegur og hjálpa viðarnóturnar í ilminum til við það. 

https://www.youtube.com/watch?v=mEDnezEs-PE

Til gamans þá má hér sjá Adrien kenna okkur hvernig nota á rakspírann. Þið getið því pikkað í kærastann eða eiginmanninn og sýnt honum myndbandið ef þetta er hlutur sem hann hefur aldrei kunnað að gera ;)

_MG_4677

Glasið fyrir Hugo Boss Exteme ilminn er glas sem við örugglega mörg hver þekkjum enda einkennandi fyrir marga rakspíra frá Hugo. Ilmurinn sjálfur er ljósblár á litinn og bandið efst sem festir lokið við glasið er hermannagrænt. Þessi hönnun svipar því mjög til upprunalega ilmsins nema nú er logo-ið annað.

Hér sjáið þið svo styrkleika grunn-, hjarta- og toppnótna rakspírans.

Screen Shot 2016-04-13 at 22.29.20

Screen Shot 2016-04-13 at 22.32.22

Screen Shot 2016-04-13 at 22.34.13

_MG_4660

Tveir virkilega flottir ilmir sem passa vel saman og vert er að kíkja á ef þið eruð að leita að ferskum ilmum sem ganga allan ársins hring :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
Á heilanum #1 - URÐ
Mig langaði að kynna fyrir ykkur nýjan lið sem mun bætast við þetta litla blogg mitt en í honum langar mig að segja ykkur frá því sem ég fæ á...
Vorið frá Miu Miu
Það er háa herrans tíð síðan ég fjallaði um nýtt ilmvatn hérna inni og því um að gera að kippa því í liðinn! Nýlega kom á markað ný útgá...
powered by RelatedPosts