4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Blondína

Góðan helgi gott fólk! Í síðustu viku skrapp ég í klippingu í fyrsta skipti í fjögur ár… Já fjögur ár og mig langaði að deila með ykkur breytingunni því hún var nú ansi mikil! Ég ákvað að finna mér nýja hárgreiðslustofu sem gæti gert nákvæmlega það sem ég vildi en á einu Instagram brölti mínu fann ég hana Eddu Heiðrúnu sem starfar á Hárgreiðslustofu Hrafnhildar og ákvað ég að fara til hennar :) Á Instagram myndunum virtist hún vera snillingur í Balayage strípum en það var akkúrat það sem ég vildi gera við hárið mitt. 

Á myndunum sjáið þið svo útkomuna! Eins og þið kannski sjáið þá er ég orðin töluvert ljóshærðari en ég var en ég hef ekki verið svona rosalega ljóshærð frá fyrstu árunum mínum tveimur í menntaskóla! Ég hef þó all tíð verið ljóshærð svo það er pínu eins og ég sé komin heim aftur með ljósa hárið mitt :)

Hér fyrir neðan getið þið svo séð fyrir og eftir myndina sem Edda tók en eins og þið sjáið er enginn smá munur á hárinu! Mér finnst ég bara vera önnur manneskja!

Ég mæli alveg heilshugar með henni Eddu ef þið eruð að leita ykkur að nýrri hárgreiðslukonu sem getur gert Balayage strípur eins og hinir mestu snillingar! Ég er allavega súper sátt þó ég sé ennþá að venjast því að litla ljóshærða ég er komin aftur í spegilinn ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Að verja hárið fyrir mengun
Frá því ég flutti til Köben síðasta haust er ég orðin miklu meðvitaðri um mengun. Núna er ég farin að vinna alveg í hjarta Köbens, bara beint á...
Besta fjólubláa sjampó sem ég hef prófað!
Vá hvað ég var ekki viðbúin þessu! Ég hef prófað svo brjálæðislega mörg fjólublá sjampó frá því að ég litaði mig aftur ljóshærða fyrir einu og ...
Balayage sýnikennsla á Instagram í kvöld!
Í kvöld mun ég setja inn sýnikennslu á Instagram Stories hjá mér þar sem sýni ykkur hvernig ég notaði nýja Colorista Balayage settið frá L'Or...
powered by RelatedPosts