Bleikur og blómstrandi Shiseido ilmur

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

_mg_3682

Bleikur október er ekki búinn þó að bleiki dagurinn hafi verið í síðustu viku svo mér fannst fullkomið að fjalla um eitt stykki bleikt og blómstrandi Shiseido ilmvatn hér í dag :) Ilmurinn kom í verslanir fyrir svolitlu síðan en ég geymdi það að fjalla um hann fyrr en núna til að bleika þemað fengi nú að ríkja hér á Belle-inu í október!

_mg_3676

Ever Bloom Eau de Toilette er ný viðbót við hinn upprunalega Ever Bloom ilm sem kom á markað frá Shiseido í október árið 2015. Þessi ilmur er þó töluvert léttari og frísklegri en sá fyrsti þar sem þessi samanstendur af aðeins færri og einfaldari nótum. Ef ykkur fannst upprunalegi ilmurinn því vera aðeins of þungur þá ætti þessi að eiga betur við ykkur.  Þar sem ilmurinn heitir nú einu sinni Ever Bloom samanstendur hann af stórkostlegum blómanótum eins og fjólu og bóndarós en grunnurinn er þó afar muskaður svo hann hentar vel til hversdagsnotkunar á daginn jafn sem og á kvöldin. Hér getið þið séð topp-, hjarta- og grunnnótur ilmsins.

Toppnótur

Fjóla, Osmanthus, Bóndarós.

Hjartanótur

Gardenia, Orange Blossom.

Grunnnótur

White Musk

_mg_3673

Ilmvatnsglas ilmsins er svo engu öðru líkt en þessi útgáfa er ólík upprunalega ilminum að því leitinu til að glasið er hvíthrímað sem dofnar eftir því sem við nálgumst toppinn á flöskunni. Glasið fer vel í hendi en það var eitt af aðalatriðinu hjá ilmvantsgerðamanninum Aurélien Cuichard þegar hann skapaði ilminn. Hann vildi að glasið myndi gefa ákveðna lúxustilfinningu, vera frjálst og straumlínulaga svo að þú myndir vilja handleika það. Ljósið sem fellur á glasið og lýsir upp bleika ilminn á svo að tákna innri fegurð sem er voða rómantísk hugsun að mínu mati. Það eru alltaf svo svaklega miklar pælingar á bakvið hvert einasta smáatriði þegar kemur að ilmum að maður getur alveg gleymt sér við að lesa um þá og þróun þeirra.

_mg_3682

Að mínu mati er þetta algjör lúxusilmur sem hentar í rauninni ungum og eldri konum þar sem ilmurinn er rosaleg ferskur en nær einhvernveginn á sama tíma að vera djúpur. Mér finnst hann því ekki henta einni árstíð frekar en annarri svo þetta er ilmur sem gengur allan ársins hring. Léttur úði af þessum á húðina finnst mér alltaf hressa mig aðeins við enda ekki annað hægt þegar svona blómahafi er úðað á mann. Ef þið elskið blómstrandi ilmi þá munuð þið alveg falla kylliflatar fyrir þessum, því get ég lofað!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Þessi ilmur!
Það er ekki oft sem að ilmur heillar mig alveg upp úr skónum. Ég þjáist því miður af miklu mígreni og því allar lyktir alls ekki fyrir mig þar ...
Á heilanum #1 - URÐ
Mig langaði að kynna fyrir ykkur nýjan lið sem mun bætast við þetta litla blogg mitt en í honum langar mig að segja ykkur frá því sem ég fæ á...
Vorið frá Miu Miu
Það er háa herrans tíð síðan ég fjallaði um nýtt ilmvatn hérna inni og því um að gera að kippa því í liðinn! Nýlega kom á markað ný útgá...
powered by RelatedPosts