4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Bioderma: Gjafaleikur!

Leikurinn er ekki kostaður, ég keypti gjafirnar sjálf

Ég bókstaflega iða af spenningi fyrir þessa færslu! Eins og ég var búin að lofa í „haul“ myndbandinu ætlaði ég að vera með sér færslu tileinkaða Bioderma vörunum sem ég keypti þegar ég var úti og eins og ég lofaði um helgina ætlaði ég að hefja gjafaleik í vikunni. Búin að leggja tvo og tvo saman? ;)

bioderma_1

Ég útskýri þetta allt saman betur aðeins neðar í færslunni en fyrst langaði mig að sýna ykkur þrjár vörur frá Bioderma sem ég keypti úti í París.

11920464_10207634554881493_1430217443_n

Þeir sem horfðu á „haul“ myndbandið heyrðu að ég er komin með mikið æði fyrir andlitsmistum… vægast sagt. Það er alveg ótrúlega hressandi þegar maður hefur átt langan dag eða er nývaknaður að úða smá köldu andlitsvatni yfir fésið. Það vekur mann alveg og maður fær pínu auka orku við það. Smá orkuskot svona. Þegar ég sá þennan fallega brúsa í apótekinu gat ég eiginlega ekki sleppt því að kaupa hann, sérstaklega þegar ég sá að hann kostaði bara einhverjar fimm evrur. Bioderma Soothing Refreshing Water er andlitsvatn í úðabrúsa sem hægt er að nota til að hressa upp á viðkvæma húð, kæla sólbruna og erta húð ásamt því að halda farða lengur á andlitinu. Einnig er hægt að nota vatnið til að úða yfir andlitið eftir maskanotkun til að hreinsa í burtu litlar maskaflygsur sem kunnu að hafa verið eftir á andlitinu. Eftir mína notkun á vatninu myndi ég ekki nota það til að festa farða á andlitið því það gerir í rauninni ekkert fyrir farðann nema láta hann leka út um allt.. sem sagt ekki gott fyrir það. Hinsvegar fyrir allt annað er úðinn æðislegur og algjörlega lyktarlaus.

11880760_10207634554641487_1770658754_n

Það næsta sem ég keypti var hreinsimjókin Nutri-protective Cleansing Ceam frá Bioderma. Ég er gjörsamlega ástfangin af þessari hreinsimjólk! Hún freyðir eins og enginn sé morgundagurinn og það þarf aðeins örlítið af henni til að hreinsa allt andlitið sem hún hreinsar alveg einstaklega vel. Hreinsimjólkin er sérstaklega gerð fyrir þurra til mjög þurra og viðkvæma húð sem lætur mig halda að hún muni fara einstaklega vel með húðina mína þegar að veturinn hellist yfir okkur. Mjólkina er hægt að nota á allan líkamann og hún er nógu mild til að nota á börn og ungabörn. Ég persónulega tími ekki að nota mjólkina á líkamann minn því ég er að spara hana. Hún er bara það góð!

11930547_10207634554481483_802470282_n

Og síðast en alls ekki síst keypti ég hið heimsfræga Solution Micellaire vatn frá Bioderma. Ef þið hafið ekki heyrt um þetta hreinsivatn… verið þá velkomin í förðunarheiminn! Þetta hreinsivatn er mikið notað á tískusýningum erlendis sem og fyrir myndatökur og er það ekki af ástæðulausu Ég keypti mér svona úti í Frakklandi fyrir um ári síðan og ég var bara að klára hana í síðustu viku… og ég hafði notaði hana á hverjum einasta degi síðan ég keypti hana. Þetta endist sem sagt alveg rosalega lengi fyrir persónulega notkun, enda alveg hálfur líter af hreinsivatni. Vatnið er með því mildasta sem ég hef notað og ég get lofað ykkur því að það tekur af varalit eins og ekkert annað hreinsivatn, sama hversu þrjóskur varaliturinn er. Ég er því sammála flestum, ef ekki öllum, í förðunarheiminum um að þetta sé eitt besta hreinsivatn sem er á markaðnum í dag.

Og þá að skemmtilegasta hluta færslunnar. Gjafaleiknum!

Tilbúin í þetta?

Ertu viss?

Alveg viss?

100%?

Ókei ég er hætt.

Sjáið þið þetta fallega Micellaire hreinsivatn á myndinni hérna fyrir ofan… sjáið þið það? Þetta er nefnilega flaska sem ég keypti ekki fyrir sjálfa mig… Já gott fólk eins og ég sagði um helgina þá er þetta sko gjafaleikur sem þið viljið ekki missa af!

Screen Shot 2016-02-14 at 12.15.56

TADA! Ég ætla að gefa eitt stykki af Bioderma hreinsivatni beint frá París! Og þetta er engin lítil prufuflaska heldur heilir 500 millilítrar! Hálfur líter takk fyrir pent! Og já ég verð að setja upphrópunarmerki á eftir öllum setningum því ég er það spennt!!!

Til að taka þátt í þessum Parísargjafaleik þarf að:

 1. Setja eitt stykki „like“ á Facebook síðu Belle.is og það getið þið gert HÉR

2. Deila þessari færslu á Facebook, þið finnið hnappinn til að deila neðst í færslunni

3. Skilja eftir athugasemd við færsluna. Þið getið gert það með því að smella á „Athugasemdir“ hnappinn efst í færslunni eða skrollað neðst niður í færsluna. Athugið að ég dreg einungis úr þeim sem hafa líka skrifað athugasemd við færsluna :)

Og það er allt of sumt! Ég ætla að leyfa leiknum aðeins að ganga í einhverja daga svo fylgist vel með á síðunni til að missa ekki af því þegar ég tilkynni vinningshafann!

May the odds be ever in your favor ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Leikurinn er ekki kostaður, ég keypti gjafirnar sjálf

12 Comments

 1. Avatar
  Sigga Dóra
  03/09/2015 / 00:42

  Mig er búið að langa svo lengi til að prófa þetta!Krossa putta og tær svo ég vinni :)

 2. Avatar
  Andrea Gísladóttir
  03/09/2015 / 10:41

  Já takk! :D Mig hefur lengi langað að prófa þetta :)

 3. Avatar
  Karitas Guðrún Pálsdóttir
  03/09/2015 / 13:22

  Já takk væri til í að prófa þetta :)

 4. Avatar
  Svala Helga Eiríksdóttir
  04/09/2015 / 12:38

  Þetta hljómar svo djúsí og dásamlega. Krossa putta :)

 5. Avatar
  Halla Sveinsdóttir
  04/09/2015 / 15:18

  ég væri mikið til í að prófa þessa frábæru vöru :)

 6. Avatar
  Guðrún Valdimars
  08/09/2015 / 10:14

  Já takk, væri alveg til í að prófa þetta! :)

 7. Avatar
  Gauja Hlín
  12/09/2015 / 11:08

  Ótrúlega er ég fegin að hafa fundið þetta blogg – er búin að lesa allar færslurnar í morgun ;-) Hefur lengi langað að prufa þetta, væri rosalega gaman að vinna :-) Takk fyrir skemmtilegt blogg :-)

 8. Avatar
  Kolbrún Dögg Sigmundsdóttir
  12/09/2015 / 13:51

  Já takk það væri æði :)

 9. Avatar
  Birgitta Yr Ragnarsd
  18/09/2015 / 21:51

  Jà takk :) langar mjög mikid til ad prófa thetta snildar vatn :)

 10. Avatar
  Sveinbjörg Eva Jóhannesdóttir
  20/09/2015 / 19:49

  Væri gaman að prófa þessar vörur :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Vilt þú eignast nýja Múmínbollann?
Það er skammarlega langt síðan ég hélt gjafaleik fyrir ykkur elsku lesendur en ég hef alltaf haft það að reglu að halda reglulega gjafaleiki ti...
Glaðningur frá RIMMEl fyrir þig og...?
Ég var rétt í þessu að setja af stað ótrúlega flottan gjafaleik í gang á Facebook síðunni minni sem þið finnið HÉR! Endilega hoppið þar inn&n...
powered by RelatedPosts