Benefit vonbrigði: Myndband

Loksins get ég birt nýtt myndband! Ég tók þetta reyndar upp einhverntíman um miðjan apríl en það er bara búið að vera svo brjálað að gera hjá mér síðan þá svo ég hef ekkert komist í að birta það fyrr en nú :)

Þetta myndband er pínu öðruvísi en þau sem ég hef birt áður þar sem ég er eiginlega bara eitthvað að blaðra út í loftið og deila upplýsingum með ykkur. Þetta er fyrsta myndbandið sem ég birti um eitthvað snyrtivörutengt en ég er með tvö önnur (ekki eins samt) í vinnslu sem bíða á klippiborðinu hjá mér sem munu birtast smátt og smátt þegar þau verða klár.

Í myndbandinu hér er ég að röfla (og já ég segi röfla í staðin fyrir „rant“… íslenska all the way!… Ég meina íslenska alla leið!) um vörur frá Benefit sem ég varð rosalega vonsvikin með. Myndbandið endurspeglar einungis mínar skoðanir svo ekki taka því sem móðgun ef þið eruð ekki sammála mér. Það er bara frábært ef fólk er með mismunandi skoðanir :)

Endilega horfið á myndbandið í HD upplausn því þá er allt svo miklu miklu skýrara!

P.S. Benefit fæst ekki á Íslandi.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hárskrúbbur?
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram sástu eflaust í story hjá mér um daginn þegar ég skrapp í Sephora og kom auga á þennan hárskrúbb. Ég...
Sephora óskalistinn #3
Það er sjaldan sem að Sephora óskalistinn minn er tómur og  þá sérstaklega ekki þegar það eru komnar svona margar nýjungar í búðina! Mig...
Prjónuð slaufa fyrir Bleiku slaufuna
Ef það er eitthvað málefni sem liggur mér næst þá er það Bleika slaufan. Í ár langaði mig að gera eitthvað öðruvísi en að fjárfesta einu...
powered by RelatedPosts