BECCA – Pressed, Poured eða Liquid?

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Gleðilegan fimmtudag elsku lesendur! Ég ætla aðeins að leyfa mér smá pásu frá lærdómnum í dag en ég er alveg búin að vera að drukkna undanfarna daga. Í þessari pásu minni langaði mig að hoppa hérna inn og skrifa um eitthvað sem mig langar að skrifa um, sem sagt allt annað en námsefnið! Því fannst mér tilvalið að skrifa stutta færslu þar sem ég segi ykkur aðeins frá muninum á áferðunum eða formúlunum á Shimmering Skin Perfector-unum frá Becca!

Fyrir þá sem ekki vita þá fæst hin víðfræga vara, Shimmering Skin Perfector frá Becca í þremur mismunandi áferðum. Þessar áferðir eru pressedpoured og liquid. Ég á þær allar þrjár og valdi að sína ykkur þær hér í þremur mismunandi litatónum svona til þess að slá tvær flugur í einu höggi!

Sú fyrsta er pressed áferðin en þetta er líklega sú formúla sem er allra vinsælust. Hér sjáið þið litinn sem að Jaclyn Hill gerði í samstarfi við Becca en hann ber nafnið Champagne Pop eða C PopPressed formúlan er í rauninni rosalega fínmalað púður sem að bráðnar hálfpartin og blandast við húðina þegar að þið leggið það ofan á kinnbeinin. Ég myndi segja að þessi formúla geymir mestan kraftinn og kinnbeinin ljóma eins og enginn sé morgundagurinn þegar þessi er notuð. Það er líka hægt að nota bara lítið af púðrinu til að fá léttan ljóma en ef þið viljið rosalega mikinn og ýktan ljóma þá er pressed formúlan klárlega fyrir ykkur.

Næst á dagskrá er poured formúlan en hana sjáið þið hér í litnum Pearl. Þetta er formúla sem að hentar öllum þeim sem vilja bara léttan hversdagslegan ljóma sem á erfitt með að verða of ýktur. Formúlan er svona mitt á milli þess að vera krem og púður, finnst mér en þegar þið berið vöruna á húðina er hún krem en þornar svo hálfpartin í púður. Það er nánast ómögulegt að setja of mikið af þessu á sig og svo er þetta rosalega hentugt til að hafa í töskunni sinni ef maður er að ferðast því þá er ekki hætta á því að þetta brotni eins og púður eiga til að gera.

Síðast en ekki síst er það liquid formúlan en hana sjáið þið hér í litnum Moonstone. Ég er ekki frá því að þetta sé uppáhalds formúlan mín af þeim öllum en hún gefur manni svo svaklega fallegan og náttúrulegan ljóma. Ólíkt poured formúlunni er vel hægt að byggja þessa formúlu upp til að fá ýktan ljóma en síðan er líka rosalega flott að nota þennan á líkamann eins og axlirnar eða viðbeinin til að tengja ljómann í andlitinu saman við eitthvað svo maður sé ekki bara eins og diskókúla í framan og mattur annarstaðar. Virkilega skemmtileg formúla sem ég mæli klárlega með ef þið hafið ekki prófað.

Hafið þið prófað einhverja af Becca formúlunum sem ég nefni hér, og ef svo hver er ykkar uppáhalds? :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Trylltur Becca Gjafaleikur
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram þá hefur þú vonandi tekið eftir því að ég setti af stað hörku gjafaleik í gang í gær þar sem ég er að gef...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
powered by RelatedPosts