Banana brjálæði frá Body Shop

Varan er í einkaeigu

IMG_8722

Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega „pikkí“ á hvaða sjampó eða hárnæringar ég nota og ég er það ekki enn þann í dag í dag. Einu kröfurnar sem ég set á sturtuhárvörurnar mínar, eins og ég kýs að kalla þær í huganum, eru þær að ég sé ekki með ofnæmi fyrir þeim sem mér finnst nú frekar lítil og skiljanleg krafa. Þegar ég flutti að heiman og var ekki lengur að deila sjampói með móður minni og systur langaði mig samt að kaupa mér eitthvað „fínt“ og er ég búin að vera í miklum tilraunum að finna hið fullkomna sjampó og hina fullkomnu hárnæringu sem henta fyrir mitt hár. Þegar ég var á rölti í Smáralindinni fyrir aðeins meira en mánuði síðan stoppaði ég inni í Body Shop og sá þá þessa hér flösku sem þið sjáið á myndunum. Ég mundi eftir að hafa prófað þetta einu sinni fyrir mörgum mörgum mörgum árum hjá vinkonu minni þegar ég gleymdi að taka með mér sjampó og hárnæringu í sund og mundi þá hvað ég var heilluð af því og furðaði mig á því að hafa ekki fjárfest í þessu yfir árin (held samt að ég hafi verið svona 13 ára þegar ég prófaði þetta). Ég ákvað því að grípa með mér eina flösku af hárnæringunni til að byrja með og sjá hvort að varan væri jafn góð í dag og hún var í minningunni. Flaskan kostaði í kringum 1700 krónur ef ég man rétt.

IMG_8739

Það fyrsta sem þið takið eftir þegar þið opnið flöskuna er lyktin. Ég held að ég geti nokkurn veginn fullyrt það að þetta sé ein af best lyktandi hárnæringum sem ég hef átt (ef ekki sú besta!). Bananailmurinn er bæði sætur og furðu frískandi og þegar ég skellið þessu í hárendana mína í sturtunni þá ilmar allt baðherbergið. Mjög gott! Ég er nú búin að prófa hárnæringuna með mínu venjulega sjampói í aðeins meira en mánuð og tel ég mig því geta sagt ykkur hreinskilingslega hvað mér finnst. Fyrst var ég ekki hrifin. Jú jú sjampóið lyktaði vel og ladída en mér fannst það ekkert gera fyrir hárið mitt. Ég bjóst einhvern veginn við því að þetta væri bara venjuleg hárnæring. Æj þið vitið svona feit og þykk og fingurnir renna alveg í gegnum endan þegar þið hafið borið hana í hárið. Þessi er ekki svoleiðis. Hún er tiltölulega þunn og alls ekki feit. Ekki samt hætta að lesa hér því þetta eru einungis mín fyrstu viðbrögð! Eftir að hafa notað hárnæringuna í nokkur skipti var álit mitt eins. Lyktin var góð en annað ekki. Það var ekki fyrr en ég ákvað að klippa á mér hárið og stytta það um yfir 10 cm að ég fór að sjá hvernig hárnæringin raunverulega virkar! Það er nefnilega svolítið svoleiðis að það er lítið sem ekkert hægt að sjá hvernig byggingarefnin virka ef að grunnurinn er ónýtur og sú var sagan með hárið mitt þar sem endarnir voru slitnir í ræmur! Um leið og ljótu og ónýtu endarnir mínir voru farnir þá sá ég strax hvað hárnæringin gat gert. Hárnæringin er búin að gefa nýklippta hárinu mínu ótrúlega mikinn glans og ég stelst meira að segja stundum til að bera hárnæringuna í allt hárið en ekki bara endana því hún er það þunn að ég get sloppið með það. Ef þið eruð með fíngert hár þá skuluð þið skoða þessa hárnæringu því hún hentar ykkur vel þar sem hún gerir hárið ekki fitugt eftir notkun og þess vegna kemst ég upp með það að bera hana í allt hárið.

IMG_8728

Núna lyktar hárið mitt æðislega og hárnæringin hefur án efa hjálpað við að halda hárinu mínu glansandi, mjúku og heilbrigðu eftir klippinguna. Hárburstinn minn rennur í gegnum hárið eftir að hafa notað hana og því er minni hætta á því að ég sé að tæta hárið mitt í sundur með burstanum. Þessi næring fær því topp einkun frá mér eftir miklar prófanir og er ekki oft sem ég skipti svona gjörsamlega um skoðun á vöru. Ég fíla það líka í botn núna að hárnæringin sé þunn en ekki ekki þykk og feit því þá verður hárið mitt ekki fitugt um leið. Topp vara og ég þarf eiginlega bara að kíkja á sjampóið næst :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varan er í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Að verja hárið fyrir mengun
Frá því ég flutti til Köben síðasta haust er ég orðin miklu meðvitaðri um mengun. Núna er ég farin að vinna alveg í hjarta Köbens, bara beint á...
Besta fjólubláa sjampó sem ég hef prófað!
Vá hvað ég var ekki viðbúin þessu! Ég hef prófað svo brjálæðislega mörg fjólublá sjampó frá því að ég litaði mig aftur ljóshærða fyrir einu og ...
Balayage sýnikennsla á Instagram í kvöld!
Í kvöld mun ég setja inn sýnikennslu á Instagram Stories hjá mér þar sem sýni ykkur hvernig ég notaði nýja Colorista Balayage settið frá L'Or...
powered by RelatedPosts