4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Augnskuggapallettur frá elf

Vörurnar eru í einkaeigu

IMG_0509

Eins og ég nefndi fyrir nokkru þá ætlaði ég hægt og rólega að reyna að sýna ykkur þær snyrtivörur sem ég keypti mér þegar ég fór til New York seinustu jól. Ég hef bara svo ótrúlega mikið til að skrifa um þessa dagana og hugmyndirnar spretta upp alveg hægri vinstri í kollinum mínum að þessar umfjallanir hafa aðeins dregist á langinn. Það þýðir samt bara að ég fæ að prófa vörurnar í lengri tíma sem er aldrei verra :)

IMG_0508

Ég hef nú þegar sýnt ykkur aðlaganlegu kinnalitapalletturnar frá elf sem ég keypti mér úti en núna langar mig að sýna ykkur þessar tvær augnskuggapallettur sem ég keypti í sömu pöntun. Hver palletta kostaði mig 10 dollara á bandarísku elf síðunni en mér finnst eins og þær hafi einhverntíman fengist hérna heima þó ég sé nokkuð viss um að svo sé ekki lengur. Ekki samt taka mig á orðinu því ég er ekki alveg viss :)

Palletturnar eru í rosalega hentugum stærðum en það er ekkert verið að eyða neinu auka plássi í neitt annað en augnskugga. Það þýðir að augnskuggarnir eru alls ekki litlir en þar sem pallettan er lítil og nett er mjög auðvelt að ferðast með hana. Elf tókst þrátt fyrir þetta að koma stórum spegli fyrir í pallettunni sem er stór plús og gerir þetta að mínu mati eina flottustu hönnun á augnskuggapallettu sem ég hef séð. Hér er ekkert verið að eyða í einhver fínheit heldur er áherslan sett á notagildið.

Palletturnar sem ég keypti eru í litunum Mad for Matte og Party ready og ég held þið getið örugglega giskað á hvor er hvað bara með því að horfa á þær og nöfnin. Mig langar að sýna ykkur hvora fyrir sig aðeins betur.

IMG_0512

Mad for Matte pallettan er glæsileg 10 lita augnskuggapalletta en allir litirnir í henni eru gjörsamlega mattir. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst ansi vel sloppið að borga 10 dollara fyrir 10 augnskugga því einn dollari fyrir hvern og einn er ekki neitt! Augnskuggarnir eru líka ekki litlir sem gerir það enn þá betra. Pallettan er fullkomin blanda af hlutlausum, kaldtóna og hlýtóna litum sem eru alveg frá því að vera rosalega ljósir niður í að vera rosalega dökkir.

IMG_0522

Hér sjáið þið svo litaprufur af ölllum litunum í pallettunni. Að mínu mati eru þetta fullkomnir grunnlitir til að nota í hvaða lúkk sem er. Þið erum með flotta liti sem henta til að lýsa upp augabrúnabeinið, fullt af litum til að nota í glóbuslínuna og helling af litum til að dekkja skyggingar. Litirnir í pallettunni eru ágætlega litsterkir en ljósu litina þarf kannski svolítið að byggja upp. Ég skil í rauninni ekki afhverju ég gríp ekki oftar í þessa þegar ég er að mála mig en ég á Too Faced Natural Matte pallettuna sem ég gríp oftast í frekar :( Þessi kemur því ekki í staðin fyrir hana en er flott eftirlíking ef ykkur finnst hin of dýr.

IMG_0516

Party Ready palletan var skyndikaup hjá mér en þegar ég sá hana á netinu varð ég eiginlega að láta hana fljóta með í körfuna. Ég sé sko ekki eftir því og eru fyrstu fjórir litirnir í pallettunni út af fyrir sig algjörlega þess virði að kaupa hana! Þeir eru bara svo fallegir og mjúkir og litsterkir og litur númer tvö er klárlega eftirlíking af Peach Smoothie frá Makeup Geek sem er fullkomnasti glóbuslínulitur sem þið finnið fyrir ljósa húðtóna.

IMG_0534

Hér sjáið þið svo litaprufur af öllum litunum í pallettunni. Fyrsti liturinn í pallettunni, þessi ljósgyllti er klárlega uppáhalds liturinn minn af þeim öllum. Hann er eiginlega duochrome litur sem sést örlítið á þessari mynd en gyllti tónninn í honum er öðruvísi eftir því hvernig ljósið fellur á hann. Liturinn er því einstaklega fallegur til að birta yfir innri augnkrók. Gyllti koparliturinn er líka klikkaðislega flottur, miklu flottari en koparliturinn úr Naked 2 pallettunni að mínu mati. Einu litirnir í þessari sem ég var vonsvikin með voru rauði liturinn, sá ljósblái og sá fjólublái. Þeir voru ekki litsterkir og frekar harðir svo það var töluvert erfitt að vinna með þá.

IMG_0509

Ég ætla ekki að gefa þessum einkunn eins og ég geri alltaf fyrir stakar vörur því palletturnar eru mjög ólíkar og litastyrkleikinn er frekar mismunandi eftir hverjum og einum augnskuggalit. Allt í allt er ég samt rosaleg ánægð með þessar pallettur og fyrir 10 dollara stykkið finnst mér ég hafa gert kostakjör! Ef ykkur vantar flotta og fjölbreytta matta liti til að nota í hvaða förðun sem er þá er Mad for Matte klárlega eitthvað sem þið skuluð kíkja á. Ef ykkur vantar fjóra fullkomna gyllta tóna þá mana ég ykkur að kíkja á Party Ready því þeir eru svo sannarlega gullfallegir!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Bleikt fyrir vorið
Það er komið sumar í Danmörku... vonandi! Dagurinn í gær var allavega æði. 15 stiga hiti og heit gola, íslenskt sumar at it's finest. ...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
powered by RelatedPosts