Árshátíðarlakkið

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

IMG_4614

Það er árshátíðarvika hjá mér í vinnunni núna sem endar að sjálfsögðu með árshátíð núna á laugardaginn næsta. Ég er ekki frá því að ég sé bara pínku spennt enda svakalega langt síðan ég fór síðast á árshátíð. Ég er svona búin að ákveða dressið en núna er ég að ákveða lakkið og er með algjöran valkvíða svo mig langaði að biðja ykkur um smá hjálp :) Í vikunni fékk ég í hendurnar þessi gullfallegu Infinite Shine lökk frá OPI og ég get ómögulega valið hvort þeirra ég vill skarta á laugardaginn. 

IMG_4613

Infinite Shine lökkin frá OPI kannast eflaust margir við en mögulega eru einhverjir í lesendahópi mínum sem hafa aldrei heyrt um þau áður og því langar mig að segja ykkur örstutt frá þeim. Lökkin eru borin á í þremur þrepum sem á að gefa allt að 10 daga endingu og svipaða áferð og er á gel lökkum. Fyrst er borinn á primerinn, síðan er litaða lakkið borið á og síðast er yfirlakkið/glossinn settur yfir. Þar sem lökkin eiga að endast svona vel á nöglunum án þess að maður noti gel lampa fannst mér tilvalið að nota þau fyrir árshátíðina næstkomandi laugardag. Þá get ég lakkað mig í dag eða á morgun án þess að vera hrædd um að lakkið skemmist fyrir laugardaginn og það sparar mér líka hellings tíma á árshátíðardaginn sjálfan.

IMG_4615

Litirnir sem ég er með valkvíða yfir eru tveir. Annars vegar er það þessi fáránlega flotti fjólublái litur sem heitir Vamsterdam. Hann er dimmfjólublár með metallic áferð en tvær umferðir af þessum þarf til að ná fullri þekju. Þetta er því flottur árshátíðarlitur.

Enlight1

Hinn liturinn er síðan þessi æðislegi nude litur og eins og þið eflaust vitið þá er ég rosalega veik fyrir svoleiðis þannig að þessi hitti beint í hjartastað. Liturinn heitir Taupe-less beach og það þarf bara eina umferð af honum til að ná fullri þekju.

Á báðum litunum hér á myndunum setti ég svo yfirlakkið yfir til að fá fallegan glans á lakkið en nude liturinn varð samt meira glansandi en þessi fjólublái einhverra hluta vegna. Svo ég spyr ykkur, hvort finnst ykkur vera flottara sem árshátíðarlakk? :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
Árshátíðarbrúnkan
Þá fara árshátíðirnar að skella á og sumar hverjar hafa nú þegar átt sér stað. Það er því ekki seinna vænna að ég sýni ykkur nokkrar sniðugar v...
Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
powered by RelatedPosts