Áramótaförðunin 2015

image11

Mig langaði að sýna ykkur förðunina sem ég skartaði á áramótunum en ég steig svolítið út fyrir þægindaramman að þessu sinni. Málið er nefnilega það að ég geri alltaf sömu förðunina um áramótin ár eftir ár. Ég breyti kannski oft um tækni eða hvernig ég næ augnförðuninni en litirnir eru alltaf þeir sömu hjá mér… svartur og silfurlitaður. Það öskrar bara ekkert jafn hátt áramót og svartur og silfurlitaður. Í ár ákvað ég þó að feta ekki sömu fótspor aftur eins og öll önnur ár og skartaði því fjólurauðu smokey með bláu glimmeri á augunum. Mjög öðruvísi en það sem ég er vön að gera fyrir áramótin. Ég leyfði mér svo að missa mig í skyggingu og highlight-i svo kinnbeinin mínu voru eiginlega sjálflýsandi þegar ég fór út að skjóta. Ef maður má ekki fara „all in“ á áramótunum hvenær má maður það þá?! Ég breytti líka hárgreiðslunni og ákvað að hafa hárið slegið þetta árið en ég er alltaf vön að gera einhverja svaka greiðslu en ég var bara ekki stemmd í það núna í ár. Ég tók því á móti 2016 með fagnandi höndum og opin fyrir tilbreytingum! Er það ekki annars þannig sem maður á að gera það? :)

image3

Hér eru vörurnar sem ég notaði til að ná þessu lúkki:

Andlit:

Nivea Men After Shave Balm

Loreal Infallible Pro Matte – Porcelain

Gosh CC Cream Illuminating Foundation

MAC Pro Longwear Concealer – NC15

Laura Mercier – Translucent Setting Powder

NYX Contour Pallette

elf Ambient Lighting Pallette

elf Blush Pallette – Dark

Fergie Wet ‘n’ Wild Highlighter – Rose Champagne Glow og Hollywood Boulevard

MAC Fix+

image21

Augu:

MAC Paint Pot – Painterly

Too Faced augnskuggi – Heaven

Makeup Geek – Peach Smoothie

elf augnskuggapalletta – Mad for Matte

elf augnskuggapalletta – Party Ready

Colour Pop – Bae

MAC Fix+

Maybelline Lash Sensational maskari – Svartur

Wet ‘n’ Wild eyeliner – Svartur

Tanya Burr Everyday Flutter augnhár

Augabrúnir:

elf Lock on Brow and Liner Cream – Taupe Blonde

Lavera Eyebrow Styling Gel – Hazel Blond

Varir:

Colour Pop Lippie Pencil – Wet

Colour Pop Ultra Matte Lip – Midi

image4

Ég er ótrúlega ánægð með hvernig þetta heppnaðist hjá mér og þessi augnskuggi frá Colour Pop sem heitir Bae og er aðalstjarnan í þessu lúkki er klikkaðislega fallegur. Ég hugsa að ég sýni ykkur hann og annan sem ég keypti frá þeim í sér færslu þar sem þeir eru báðir svona Duo Chrome litaðir (sem þýðir að liturinn á þeim er öðruvísi eftir því hvernig ljósið fellur á þá).

Ég vona að áramótin ykkar hafi verið æðisleg og þið hafið náð að slaka vel á í þessu langa áramótafríi. Á morgun hefst svo bara vinna hjá mér ásamt því að ég ætla að klára að senda svör á þá sem sendu inn umsókn fyrir nýju Belle síðuna. Það hafa nokkrir fengið póst frá mér nú þegar en ég ætla að vera búin að senda öllum áður en vikan er á enda :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts