4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Alhliðalakk frá Essie

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

essieÉg hef áður sagt ykkur frá uppáhalds undirlakkinu mínu HÉR en mér datt í hug að segja ykkur frá uppáhalds alhliða lakkinu mínu sem getur bæði verið notað sem undir- og yfirlakk. Allt í einum pakka sjáðu til! Oft getur verið hentugt að taka svona lakk með sér í fríið í staðinn fyrir að þurfa að taka með bæði yfir-og undirlakk… Það er að segja ef þið naglalakkið ykkur í fríinu :)

essie-2Þetta lakk sem þið sjáið á myndunum hér er frá Essie og heitir All in one. Það er hægt að nota lakkið sem yfirlakk og undirlakk og svo inniheldur það einnig efni sem að eiga að styrkja neglurnar. Ég hef ekkert sérstaklega mikið fundið fyrir því að það styrki nöglina mína til að vera alveg fullkomlega hreinskilin en þetta er þrátt fyrir það besta alhliða lakk sem ég hef prófað. Ef ykkur vantar svona eitt fyrir allt lakk þá er þetta fullkomið. Ekki misskilja mig því ég á ennþá mitt uppáhalds undirlakk og annað uppáhalds yfirlakk en þetta er klárlega það besta sem ég hef prófað sem að gerir bæði.

essie-3Lakkið er alveg glært þó það líti út fyrir að vera bláleitt i flöskunni og er burstinn eitt af því besta við það. Hann er einstaklega breiður og hylur nöglina alveg í einni stroku. Lakkið þornar ágætlega fljótt. Það þornar ekki um leið og ég set það á nöglina en þegar ég er búin að setja lakkið á allar neglurnar þá er fyrsta nöglin sem ég setti lakkið á orðin nokkuð þurr. Það besta við það er samt án efa endingin sem það gefur litnum sem liggur á milli fyrstu og síðustu umferðar. Hann endist oftast í heila viku án þess að það brotni upp úr honum og lætur meira að segja leiðinleg lökk sem hafa ekki góða endingu endast töluvert lengur. Ég byrjaði að nota þetta lakk einhverntíman í maí eftir að ég fékk það í gjafapoka á Essie viðburði og ég gjörsamlega elska að ég geti verið heila viku í senn með nánast óskaddað naglalakk.

Ég hélt að það myndi aldrei gerast en ég er orðinn pínu Essie-perri… Merkið hefur allavega ekki brugðist mér enn og ég bíð ótrúlega spennt eftir haustlínunni þeirra þó svo að sumarið megi alveg endilega endast vel út ágústmánuð og lengur :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fyrir brothættar neglur
Ég er búin að vera í tómum vandræðum með neglurnar mínar alveg frá því ég kom til Íslands í byrjun desember en ég held að það sé kuldanum að ke...
!Fyrir alla nude-ara!
Ég elska þessa línu! Ég varð bara að byrja færsluna á því, það var bara ekkert annað í stöðunni! Nude er minn litur alveg í gegn og þetta er ...
OPI x ICELAND!!!
Þá er ég komin aftur á skrið eftir stutt en mjög gott frí og það er sko heldur betur mikið búið að ske! Ég missti nánast andlitið þegar ég sá að ...
powered by RelatedPosts