After Party VS. Blow-Out

Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

HEIMAGERT1

Ég er ótrúlega spennt fyrir að kynna þennan nýja lið á síðunni! Hér eftir mun þessi liður vera reglulegur og felst hann í því að ég mun bera saman tvær vörur og segja ykkur frá muninum á þeim og jafnvel hvor er betri ef svo er. Ég er samt mest spenntust fyrir að bera saman aðeins dýrari vörur við þær ódýrari og sjá hvort að mikill munur sé á þeim og hvort ég finn ekki einhverjar sniðugar eftirlíkingar (dupe). Það fyrsta sem ég ætla að bera saman eru þessar tvær vörur sem þið sjáið hér fyrir ofan, Bed Head After Party og Bed Head Blow-Out.

11824226_10207406201892811_253821311_n

Það kannast örugglega flestir við After Party kremið frá Bed Head en Blow-Out kremið er tiltölulega nýtt á markaðnum og mögulega hafa einhverjir velt fyrir sér hver munurinn sé á þessum tveimur kremum og hvort að eitt sé betra en annað. Ég er búin að vera að prófa Blow-out kremið í aðeins meira en mánuð en After Party kremið hef ég notað í nokkur ár svo mér finnst ég vera komin með góða tilfinningu fyrir muninum á þeim og því valdi ég þau fyrir fyrstu VS færsluna á síðunni!

Bleika After Party kremið er eins og nafnið gefur kannski til kynna ætlað til að hressa upp á hárið og temja öll litlu hárin sem standa oftar en ekki upp í loftið eftir gott partí. Persónulega set ég þetta alltaf í hárið á mér áður en ég fer eitthvað út þegar að hárið á mér er hreint og fínt. Ef ég myndi nota þetta á skítugt hár eða hár sem ég er ekki búin að þvo í einn eða tvo daga þá myndi það frekar verða fitugt en ekki fínt og glansandi eins og það á að vera. Kremið lyktar rosa vel (svona típísk Bed Head lykt af því) og það inniheldur örfínar hvítar Mica agnir sem gefa hárinu góðan glans. Ég myndi segja að After Party kremið henti frekar þeim sem eru með þykkt og mikið hár heldur en þeim sem eru með þunnt og fíngert hár því þá á það oft til að gera hárið svolítið fitugt og munið að það þarf alls ekki mikið af þessu í hárið til að það geri gagn.

Fjólubláa Blow-Out kremið myndi ég segja að henti töluvert betur fyrir fíngert hár þar sem það gerir hárið ekki jafn fitugt og er því minni hætta á því þó að þú setur aðeins of mikið af efninu í hárið. Kremið lítur töluvert öðruvísi út en After Party kremið og er fallega gyllt á litinn en það er vegna þess að þetta krem inniheldur gylltar Mica agnir. Ég hef bæði prufað að nota kremið í blautt hár þar sem ég hef blásið hárið með heitum blástri eftir á og svo í þurrt hár þar sem ég hef látið efnið eiga sig. Ég veit ekki hvort það er vitleysa í mér eða ekki en mér finnst alltaf eins og hárið mitt lýsist aðeins upp ef ég set efnið í blautt hár og blæs það svo. Það er einhvern veginn eins og að gylltu agnirnar í efninu grípi ljósið og því virðist hárið mitt verða einum tóni ljósara en það er í raun og veru. Kannski er þetta bara ímyndun í mér en mér finnst það allavega. Kremið lyktar alveg eins og After Party kremið og á eiginlega að gera það sama, gefa glans og temja litlu hárin.

after_blow_out

Ef þið skoðið innihaldsefnin þá er ekki mikill munur þar á milli kremanna sem staðfestir trú mína að efnin eru í grunninn rosalega svipuð:

After Party: Aqua (Water/Eau), Dimethicone, Cyclopentasiloxane, Dimethiconol, Propylene Glycol, Polyacrylamide, Phenyl Trimethicone, C13-14 Isoparaffin, Parfum (Fragrance), Amyl Cinnamal, Citral, Hydroxycitronellal, Benzyl Salicylate, Geraniol, Hydroxyisohexyl 3-Cyclohexene Carboxaldehyde ,Butylphenyl Methylpropional, Linalool, Citronellol, Limonene, Hexyl Cinnamal, PEG-8 Methicone, Ricinus Communis (Castor) Seed Oil, Laureth-7, Sodium PCA, Dimethicone PEG-8 Meadowfoamate, Cinnamidopropyltrimonium Chloride, Panthenol, Methylchloroisothiazolinone, Methylisothiazolinone, CI 77019 (Mica), CI 77891 (Titanium Dioxide), CI 77163 (Bismuth Oxychloride).

Blow-Out: Water (Aqua/Eau), Dimethicone, Cyclopentasiloxane, Propylene Glycol, Dimethiconol, Sodium Acrylate/Sodium Acryloyldimethyl Taurate Copolymer, Phenyl Trimethicone, Mica, Isohexadecane, Phenoxyethanol, Fragrance (Parfum), PEG-8 Methicone, Polysorbate 80, Sorbitan Oleate, Disodium EDTA, PEG-8 Dicocoate, PEG-8 Cocoate, Iodopropynyl Butylcarbamate, PEG-4, Coconut Acid, Amyl Cinnamal, Benzyl Salicylate, Butylphenyl Methylpropional, Citronellol, Geraniol, Hexyl Cinnamal, Hydroxycitronellal, Limonene, Linalool, Iron Oxides (CI 77491), Titanium Dioxide (CI 77891).

11830279_10207406207012939_1514161429_n

Mitt álit er því að það er alls ekki nauðsynlegt að eiga bæði kremin þar sem þau gera rosalega svipaða hluti. Ef þið eigið nú þegar After Party kremið og ykkur langar rosalega að prufa Blow-Out kremið þá getið þið það að sjálfsögðu en ekki búast við miklum mun á kremunum. Eftir þið eigið hvorugt kremið og eruð í vandræðum með hvort þið ættuð að fá ykkur þá myndi ég svolítið horfa á hárgerðina ykkar. Ef þið eruð með þunnt og fíngert hár þá myndi ég klárlega mæla með fjólubláa Blow-Out kreminu því það mun gera hárið ykkar minna fitugt heldur en hitt. Hinsvegar ef þið eruð með þykkt og mikið hár þá myndin ég frekar kaupa bleika After Party kremið.  Það þyngir hárið svolítið og temur því litlu hárin vel en getur á sama tíma gert hárið svolítið fitugt svo passið ykkur að setja ekki of mikið. Ég þarf líklegast að taka það fram að þetta er bara mitt persónulega álit eftir að hafa prófað vörurnar og það getur meira en verið að einhverjir séu ósammála mér og það er líka bara allt í lagi. Ef þið eruð með einhverja góða punkta varðandi kremin þá er um að gera að skrifa þá í athugasemdir svo fleiri geti notið góðs af þeim :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Three Part Harmony frá Origins
Ég spurði á Instagram hvort þið mynduð vilja sjá umsögn af nýjustu vörunum úr Three Part Harmony línunni frá Origins og það kom mér á óvart hve...
Að verja hárið fyrir mengun
Frá því ég flutti til Köben síðasta haust er ég orðin miklu meðvitaðri um mengun. Núna er ég farin að vinna alveg í hjarta Köbens, bara beint á...
Besta fjólubláa sjampó sem ég hef prófað!
Vá hvað ég var ekki viðbúin þessu! Ég hef prófað svo brjálæðislega mörg fjólublá sjampó frá því að ég litaði mig aftur ljóshærða fyrir einu og ...
powered by RelatedPosts