Aðlaganlegar kinnalitapallettur frá elf

Vörurnar eru í einkaeigu

Þegar ég fór til New York síðasta desember nýtti ég tækifærið og pantaði nokkrar vörur til að prófa frá elf. Fyrir þá sem þekkja ekki til elf þá er það virkilega ódýrt merki sem framleiðir meðal annars förðunarbursta, vörur tengdar húðumhirðu og að sjálfsögðu snyrtivörur. Ég persónulega elska vörur frá elf því þær eru svo sjúklega ódýrar! Stundum endurspegla samt verðin gæðin en alls ekki alltaf og þá sérstaklega ekki í öllum þeim nýjungum sem þeir eru búnir að setja á markað undanfarið. Eins og ég sagði hér fyrir ofan pantaði ég mér nokkrar vörur frá þeim af bandarísku síðunni og þar sem ég hitti akkúrat á Black Friday fékk ég allt á 50% afslætti! Það þýddi að ég bætti við nokkrum hlutum aukalega í körfuna til að prófa, en ekki hvað ;)

Ég er svolítið búin að vera að spara allar færslurnar með dótinu sem ég keypti í NY þar til eftir árs afmæli síðunnar svo núna get ég loksins farið að deila þeim með ykkur! Það fyrsta sem mig langaði að sýna ykkur eru þessar kinnalitapallettur frá elf.

IMG_0079

Þessar hef ég notað óspart frá því í desember í fyrra enda vantar svo sannarlega ekki fjölbreytileikann í litaúrvalinu. Pallettunar kostuðu hvor um sig 6 dollara (án afsláttar) en ég veit að þær fást hérna heima hjá elf á Íslandi og þar kosta þær 1990 krónur stykkið. Ég ákvað að kaupa mér báðar pallettunar en það eru tveir litamöguleikar í boði, light og dark.

IMG_0084

Light pallettuna sjáið þið á myndinni hér fyrir ofan en litirnir í henni eru eins og nafnið gefur til kynna í ljósari kantinum. Fyrst þegar ég opnaði þessa pallettu fékk ég smá sjokk yfir neðsta litnum til hægri. Hann inniheldur örfínar gull glimmer agnir en ég reyni að forðast glimmer eins og heitan eldinn þegar kemur að snyrtivörum ef að varan er ekki fyrir augun. Ég var því strax búin að ákveða að þennan lit myndi ég ekki geta notað. Það kom þó annað á daginn þegar ég neyddi mig til þess að prufa hann því að glimmeragnirnar sjást eiginlega bara alls ekki neitt þegar hann er kominn á húðina sem er pínku furðulegt en frábært. Brúna litinn í pallettunni var ég líka viss um að ég myndi ekki nota en hann er sá litur sem er hvað mest notaður af mér um þessar mundir. Það er svo ótrúlega fallegt að blanda honum saman við einhverja aðra liti úr pallettunni, bara rétt svo dýfa burstanum ofan í þennan með hinum. Með þessu þá bronsaru á þér andlitið á sama tíma og þú setur á þig kinnalit og það kemur virkilega vel út :) Eftir að hafa prófað þessa tvo liti sem ég var hræddust við og elskað þá í drasl þá var enginn litur eftir í pallettunni sem ég elska ekki. Mest notuðustu hjá mér eru þó þessi ljósbleiki og þessi brúni, og þá sérstaklega saman!

IMG_0094

Dark pallettan inniheldur réttilega dekkri liti en sú ljósa. Allir eru þeir æðislegir og alveg fáránlega litsterkir en á hendinni minni bæði hjá light og dark pallettunni er einungis ein stroka af kinnalitunum. Í þessari pallettu er einnig litur sem inniheldur gull glimmer agnir en það er rauði liturinn sem er neðst niðri til vinstri. Hann virkar eins og glimmerliturinn sem er í light pallettunni þar sem agnirnar sjást nánast ekki neitt á húðinni.

IMG_0106

Eitt það sniðugasta við palletturnar er þó valmöguleikinn til að þrýsta út öllum kinnalitunum og smella öðrum í! Þannig er hægt að velja þá kinnaliti sem þér finnst fallegastir í hverri pallettunni og sameina í eina. Þetta er semsagt aðlaganleg palletta. Fullkomið fyrir þær sem ferðast mikið og vilja vera með nokkra mismunandi kinnaliti með sér en hafa ekki pláss fyrir þá alla :)

IMG_0080

Þar sem litirnir eru virkilega litsterkir (og þegar ég skrifa virkilega þá meina ég virkilega) þá er betra að byrja með lítið af vörunni í burstanum þegar þið prófið í fyrsta skipti. Ég gerði alveg þau mistök að nota of mikð fyrst en til að laga það fór ég yfir kinnalitinn með hreinum púðurbursta og blandaði hann betur við húðina. Það er ekki erfitt að blanda úr litunum en ef þið setjið of mikið af þeim þá verður það erfiðara en ella eins og með allar púðurvörur. Endingin á kinnalitunum er mjög góð en ég prófaði í dag að setja þá á hreina húðina mína og fór í vinnuna þar sem ég er með puttana í andlitinu allan daginn. Eftir meira en 8 tíma sást kinnaliturinn ennþá á mér þó hann var kannski ekki alveg jafn fullkominn og hann var um morguninn.

IMG_0076Allt í allt eru þetta æðislegar pallettur sem ég hvet ykkur til að kíkja á ef ykkur vantar kinnaliti. Ekki slæmt fyrir 6 dollara! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar eru í einkaeigu

1 Comment

  1. Avatar
    Heiðrún
    19/02/2016 / 15:35

    Geggjaðir!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts