Að verja hárið fyrir mengun

Vörurnar fékk ég að gjöf

Frá því ég flutti til Köben síðasta haust er ég orðin miklu meðvitaðri um mengun. Núna er ég farin að vinna alveg í hjarta Köbens, bara beint á Strikinu, og því er ég farin að finna miklu meira fyrir mengun en mig hefði grunað. Auðvitað hjóla margir í miðborg Köben en bílatraffíkin er þrátt fyrir það mikil en mengunin sem ég er að tala um er ekki einungis tengd bílunum. Þið sem hafið komið til Köben hafið eflaust tekið eftir því hversu fáránlega margir reykja hérna! Ég hef bara aldrei séð annað eins satt best að segja en það er ekkert minna hressandi en að labba á eftir einhverjum að reykja sígarettu klukkan 8 á morgnana þegar maður er að labba í vinnuna. Allavega fyrir mig sem er ekki reykingarkona, finnst mér þetta alveg hræðilegt. Það er svo sannarlega ys og þys í Köben og mengunin fylgir því. Mér finnst því ekki koma til greina að fara að sofa án þess að þrífa hárið mitt á hverju kvöldi en ég get bara ekki hugsað mér að leggjast á koddann á kvöldin án þess að vera með hreint hár. Það er því orðið mikilvægara fyrir mig að finna sjampó sem er ekki of sterkt fyrir hárið og heldur því mjúku og glansandi. Ég fékk tækifæri til þess að prófa sjampó og hárnæringu frá Charles Worthington en merkið er nýkomið til Íslands og vörurnar voru nákvæmlega þær sem ég var að leita að! Því langaði mér að segja ykkur meira frá sjampóinu og hárnæringunni sem ég er búin að vera að nota upp á síðkastið til þess að verja hárið mitt fyrir mengun. 

Sjámpóið og hárnæringin kemur úr Radience Restore línunni frá Charles Worthington en báðar vörurnar innihalda lyfjakol eða activated charcoal eins og maður segir á ensku en kolin draga að sér öll óhreinindi. Kol eru oft notuð í andlitsmaska fyrir einmitt þennan eiginleika sinn þar sem þau virka eins og segull fyrir óhreindindi og því gera þau slíkt hið sama þegar kemur að hárumhirðu. Þegar maður skolar sjampóið úr skolar maður einnig kolagnirnar og óhreinindin sem hafa fest sig við þau. Eftir verður síðan silkimjúkt og glansandi hár. Þetta hljómar eiginlega of gott til að vera satt en þetta hefur svo sannarlega gert töfra fyrir mitt hár. Hér sjáið þið vörurnar á hendinni minni en sjampóið er til vinstri og hárnæringin til hægri. Eins og þið sjáið eru báðar vörurnar svartar. Ekki láta það hræða ykkur samt því að hvorki sjampóið né hárnæringin skilur eftir lit í hárinu. 

Hér sjáið þið mynd af hárinu mínu þegar ég er búin að vera að nota sjampóið í nokkrar vikur. Hárið mitt er ótrúlega glansandi og heilbrigt og mér finnst liturinn í því einhvern veginn vera skarpari og dýpri – líklegast vegna þess að hárið glansar svona vel. Það kom mér svakalega á óvart hvað sjampóið og hárnæringin virkar vel en ég þarf einhvern veginn að finna út úr því hvar ég get nálgast þessar vörur úti í DK því mig langar að halda áfram að nota þær þegar ég er búin með þessa brúsa! Einnig er í línunni hitavörn sem inniheldur lyfjakol og ver hárið fyrir mengun, hana verð ég að eignast!

Ef þið eigið í vandræðum með flatt og líflaust hár eða ef þið viljið losna við mengun og óhreinindi úr hárinu ykkar þá get ég ekki mælt nógu mikið með þessari tvennu!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vörurnar fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Besta fjólubláa sjampó sem ég hef prófað!
Vá hvað ég var ekki viðbúin þessu! Ég hef prófað svo brjálæðislega mörg fjólublá sjampó frá því að ég litaði mig aftur ljóshærða fyrir einu og ...
Balayage sýnikennsla á Instagram í kvöld!
Í kvöld mun ég setja inn sýnikennslu á Instagram Stories hjá mér þar sem sýni ykkur hvernig ég notaði nýja Colorista Balayage settið frá L'Or...
Hvernig ég klippi mig sjálf: Myndband
Fyrir nokkru tók ég þá ákvörðun að klippa á mér hárið. Frá því ég var tvítug hef ég alltaf bara klippt á mér hárið sjálf og er því orðin...
powered by RelatedPosts