4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

24K Nudes!

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

ee533f01-18e1-47fd-8c84-289839b67cfd

Eru ekki alveg örugglega að koma áramót! Ég held að ég tali fyrir alla þegar ég segi að ég get ekki beðið eftir því að 2016 er búið og nýtt ár gangi í garð. Þetta er nú búið að vera meira árið! Mig langar nú samt á þessum síðustu dögum ársins að sýna ykkur betur þessa nýju pallettu frá Maybelline sem var að rata í verslanir hér heima en hún er alveg fullkomin ef ykkur vantar einhverja augnskugga fyrir áramótin. Pallettan ber heitið The 24Karat Nudes og minnir mig alltaf á Bruno Mars lagið þó það sé nú aukaatriði en pallettan er innblásin af gylltum litum og tónum sem að passa vel við þá. Pallettan fellur inn í Nude augnskuggalínuna frá Maybelline sem örugglega margar ykkar kannast við en ég hef bæði fjallað um Blushed Nudes og Rock Nudes hér á síðunni.

044302bd-70ea-48c8-90ef-d67b8a76c0be

Hér getið þið séð litina í pallettunni aðeins betur. Formúlan á augnskuggunum er sú sama og á fyrri pallettum en það er auðvelt að byggja litina upp á góðum grunni en þeir eru mjúkir og pínu púðraðir. Gullliturinn í pallettunni er samt engum öðrum líkur en hann er alveg ótrúlega fallegur og er í gulari kanntinum af þeim gylltu tónum sem ég hef séð. Ólífugræni liturinn og þessi fjólublái heilla mig líka alveg svakalega mikið en þeir eru báðir ótrúlega fallegir og það er rosalega flott að blanda þeim saman við þennan gyllta. 

f8c65daf-6b22-4fde-a556-965214e9f313

Virkilega falleg og áramótaleg palletta en ég ætla einmitt að reyna að skella í eitt áramótalúkk í kvöld með henni og sýna ykkur það hér inni á morgun. Ég krossa bara putta og tær um að ég nái að klára það fyrir morgundaginn!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Janúar uppáhöld
Betra seint en aldrei ekki satt? Hér eru þeir hlutir sem ég notaði mest í janúar! L'Oréal Colorista Silver Shamopoo - Besta fjólubláa sjampó s...
MYNDBAND: Einfalt gyllt smokey
Það tókst! Ég náði að klippa sýnikennslumyndbandið sem ég talaði um í færslunni minni gær fyrir daginn í dag! Mig langaði að gera bara stu...
powered by RelatedPosts