4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

24K Nudes áramótaförðun

Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

img_2287

Jæja þetta hófst, ég náði að skella í eitt einfalt áramótalúkk fyrir gamlárs! Á nýju ári langar mig að einbeita mér að því að koma með einfaldar farðanir hér inni sem er auðvelt að fylgja eftir og gera. Ég er nú þegar byrjuð að setja inn einfaldar farðanir og vonandi kunnið þið að meta það :) Í þetta lúkk notaði ég nýju 24Karat Nudes pallettuna frá Maybelline sem ég fjallaði um hér í gær. Mig langaði að nota þenna tjúllaða gyllta lit sem er í pallettunni og ákvað að para hann saman við þennan fallega ólífugræna sem er einnig í henni. Hér getið þið séð skref fyrir skref hvað ég gerði til að ná förðuninni. Í hana notaði ég einungis tvo bursta og hún tók mig ekki lengri tíma en 10 mínútur að gera.

img_2286

Ég byrjaði á því að grunna augnlokin mín með Lid Lingerie frá NYX í litnum Nude To Me en það er gylltur kremaugnskuggi. Þetta gerði ég til að ýta undir gylltu tónana í förðuninni. 

img_2285

Næst tók ég Shading burstann frá Real Techniques og setti hann í dökkbrúna augnskuggann í pallettunni. Honum tyllti ég yst á augnlokið og dreifði úr honum fram á sirka mitt augnlokið.

img_2284

Á sama bursta tók ég gyllta litinn í pallettunni og setti hann innst á augnlokið og lét hann mæta brúna litnum í miðjunni. Litinn setti ég líka í innri augnkrók. 

img_2283

Á sama bursta tók ég ólífugræna litinn og kom honum fyrir á mitt augnlokið. Þennan lit notaði ég til að blanda út skilin á milli brúna og gyllta augnskuggans. Græna litinn dróg ég líka meðfram neðri augnháralínunni. 

img_2290

Til að blanda út öll skörp skil tók ég „fluffy“ blöndunarbursta og tók upp ljósa matta kremaða augnskuggann í pallettunni. Litinn setti ég í glóbusinn og blandaði út öll skil. 

img_2282

Í neðri vatnslínuna mína setti ég svo gylltan eyeliner frá Colour Pop og á augnhárin bar ég nýja Lash Sensational Luscious maskarann frá Maybelline.

img_2288

Virkilega einfalt og flott áramótalúkk sem allir ættu vonandi að geta hermt eftir. Ég er ekki alveg búin að ákveða hvernig förðun ég ætla að hafa á áramótunum en það skýrist vonandi á morgun. Annars skilst mér að það sé grímuþema í áramótapartýinu sem ég er að fara í svo ég þarf að para förðunina við grímuna mína. Hlakka til!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Vöruna í færslunni fékk ég að gjöf

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Ég var að opna nýja Youtube rás!
Jæja ég ákvað bara að henda mér í djúpu laugina og opnaði nýja Youtube ráð tengda þessu bloggi! Ég var alltaf með Youtube rás tengda Belle.is þeg...
Smá sumarglóð
Halló halló! Það er vel kominn tími á nýja færslu frá mér! Í hreinskilni sagt þá eru síðustu vikur/mánuðir búnir að vera pretty *shit*. Fer kanns...
Brúðarförðunin hennar Meghan Markle
Ég efast ekki um að margir hafi verið límdir við skjáinn á laugardaginn eins og ég þegar konunglega brúðkaupið fór fram í Windsor. Hann Harry b...
powered by RelatedPosts