❤️11.340 enn sem komið er!

RT_NOTA

Hversu kúl er þetta!!! Alþjóðlega Real Techniques Instagram síðan birti þessa mynd mína síðasta föstudag! Þið verðið að afsaka ef ég mun enda allar setningar í þessari færslu með upphrópunarmerki! Þetta er bara svo gaman!!! :)

Myndina birti ég á instagramsíðu Belle.is (@belle.is) sem ykkur er auðvitað meira en velkomið að fylgja en myndin er tekin frá umfjöllun minni um Blushed Nudes pallettuna frá Maybelline. Þessir burstar eru bara svo fallegir að það er ekki annað hægt en að nota þá til að skreyta myndir af öðrum vörum!

Ég get því ekki annað sagt en að annars góðri helgi hafi verið startað ágætlega með þessari myndbirtingu. Þá er bara að fara að plana næstu RT myndatöku til að fá mynd númer 2 birta! Á maður ekki annars alltaf að hafa einhver markmið til að stefna að? ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts