Um mig

Um lífsstílsblogg - Rannveig bloggari

Halló þú! Ég heiti Rannveig og er eigandi þessarar vefsíðu. Mig langaði að segja þér smá frá sjálfri mér og ætli ég byrji ekki á því að segja þér að ég er mesti sporðdreki sem að þú finnur! Ég er þrjósk, ástríðufull, trú mínum og stundum svolítið óþolinmóð þótt ég segi sjálf frá. Ég er 26 ára gömul fædd og uppalin í Kópavogi.

Árið 2015 útskrifaðist ég frá Háskóla Íslands með BSc gráðu í tölvunarfræði en eftir útskrift starfaði ég í hugbúnaðargeiranum í sirka 3 ár. Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá fann ég mig ekki í þeim bransa svo ég ákvað að skipta um framabraut og starfa ég núna í markaðsmálum. Ég elska að deila öllu því sem mér dettur í hug með þeim sem nenna að hlusta (eða lesa í okkar tilfelli) svo ég er stolt af því að geta kallað mig bloggara. Ég hef einnig gefið út bók en hún heitir Slaufur og er prjónabók sem bókaforlagið Salka gaf út á sínum tíma.

Eins og er þá er ég búsett í Danmörku með unnusta mínum og ástinni í lífi mínu. Ég elska allt sem viðkemur því að skapa, ljósmyndun, að skrifa, tísku, förðun, föndur og svo að sjálfsögðu má ekki gleyma því sem ég elska einna mest… nammi! Staldraðu því aðeins við á þessari síðu minni, skoðaðu greinarnar mínar og reynum að kynnast aðeins betur. Ég er viss um að okkur mun líka vel við hvort annað og veita hvort öðru innblástur!