Smörrebröd í Kaupmannahöfn

Færslan er ekki kostuð

Rannveig heldur á smörrebröd í kaupmannahöfn

Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd… eða það myndi allavega daninn segja. Sumir myndu bara segja að þetta væri glorified opin samloka, en ekki ég… ó nei ekki ég… eða þú veist…!

Smörrebröd í Kaupmannahöfn sem keypt var í Torvehallerna liggur á viðarborði

Hellernes smörrebrod á Torvehallerne matarmarkaðinu í Kaupmannahöfn er hrikalega gott smörrbröd þar sem bæði er hægt að fá klassísk dönsk smurbrauð ásamt aðeins frumlegri gerðum. Mitt uppáhalds er til dæmis kjúklingurinn með karrímajó og nóg af beikoni (já það er hægt að biðja um extra beikon!).

Rannveig heldur á smörrebröd í kaupmannahöfn

Það er ótrúlega skemmtilegt að rölta um Torvehallerne ef þið hafið ekki komið þangað áður en þegar þið komið þangað fáið þið alvöru útlandastemningu beint í æð. Markaðurinn er líka staðsettur alveg við Nørreport sem er ein helsta lestarstöðin, svo það er mjög auðvelt að komast þangað. Mæli með!

Kíktu á fleiri færslur um kóngsins Köben: Royal Copenhagen OutletUppáhalds brunchinn í Köben.

Fylgstu með lífinu í Köben á Instagraminu mínu

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Brúðkaupsmessan í Köben
Síðustu helgi skelltu ég og betri helmingurinn minn okkur á brúðkaupsmessuna hér í Köben. Messan er haldin nokkrum sinnum á ári þar sem helst...
Hvað er hægt að gera á Krít: Ferðablogg
Þið sem eruð að fylgja mér á Instagram tókuð eflaust eftir því að ég varði páskafríinu mínu á Krít á Grikklandi í borginni Chania. Við áttum ...
Brunch í Köben - Minn uppáhalds
Ég elska að prófa nýja staði sem bjóða upp á brunch í Köben! Þeir eru ótal margir svo maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt en ef maður fer tvis...
powered by RelatedPosts