Siracha Pulled kjúklinga samlokur

Færslan er ekki kostuð

Ég elska sterkan mat! Ég vil helst hafa hann það sterkan að hann fær munninn minn til að loga. Það skemmtilegasta til dæmis við að borða sushi fyrir mér er að setja stóran hlunk af wasabi á bitann og finna kickið þegar maður fær allt í einu sviða í nefið. Er það furðulegt? Eða er ég kannski bara furðuleg…

Siracha pulled kjúklingasamlokur

Anyhow! Ég uppgötvaði Siracha sósu fyrir ekki svo löngu síðan og jemundur eini hvað það er góð sósa! Núna er það bara Siracha á allt og ég er ekki einu sinni að ýkja! Ég bjó til þessa Siracha Pulled kjúklingasamlokur fyrir einhverjum mánuðum síðan og deildi með fylgjendum mínum á Instagram en mig langaði að deila uppskriftinni hérna með þér á blogginu líka þar sem þessar samlokur eru ekkert annað en guðdómlegar fyrir okkur sem elskum sterkt.

Siracha pulled kjúklingasamlokur - innihaldsefni

Þær eru líka fljótlegar. Það tekur enga stund að skella í einar svona ef maður grípur með sér heilgrillaðan kjúkling í búðinni eða jafnvel notar afgangs kjúkling.

Siracha pulled kjúklingurinn áður en hann fer inn í ofn

Siracha pulled kjúklingurinn kominn úr ofninum

Siracha pulled kjúklingasamlokur

Hér er uppskriftin að Siracha Pulled kjúklingasamlokunum mínum:

Sriracha Pulled kjúklingasamlokur
Print
Ingredients
 1. 1/2 bolli Sriracha sósa
 2. 3/4 bolli hunang (má bæta við meira eftir smekk)
 3. 1 og 1/2 msk soja sósa
 4. 50 g. brætt smjör
 5. 1 msk sesamfræ (má bæta við eða minnka eftir smekk)
 6. Heilgrillaður kjúklingur
 7. Lime til að kreista yfir
Instructions
 1. Blandið Sriracha sósunni, hunanginu, soja sósunni, sesamfræjunum og bræddu smjörinu saman í skál.
 2. Tætið heilgrillaða kjúklinginn niður.
 3. Hellið sósunni yfir kjúklinginn og blandið saman.
 4. Setjið í eldfast mót.
 5. Setjið ofninn á 180 gráður og eldið þar til topparnir á kjúklingnum brúnast.
Notes
 1. Berið fram á ristuðu Brioche brauði með sneið af límónu. Kreistið límónuna yfir kjúklinginn áður matsins er neytts. Hægt er að sleppa límónunni en hún gerir mikið fyrir samlokuna.
RAGS 'N' ROSES http://www.ragsnroses.com/
Limesafinn og Siracha sósan vinna svo vel saman en það má síðan bæta í rauninni hverju öðru sem þið viljið ofan á samlokunar, hvort sem það er grænmeti eða bara dass af sýrðum rjóma.

Siracha pulled kjúklingasamlokur

Ef þú prófar uppskriftina að þessum Siracha Pulled kjúklingasamlokum þá skaltu endilega merkja mig á Instagram svo ég sjái herlegheitin. Þú finnur mig undir @rannveigbelle.

Þar til næst þá getið þið skoðað fleiri uppskriftir hér. Þar getið þið til dæmis séð fleiri sterkar uppskriftir eins og þessa af dýrindis buffalo kjúklingi.Follow my blog with Bloglovin

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

2 Comments

 1. Avatar
  Heiðrún
  20/02/2019 / 10:53

  Naaaaaammi! Verð að prófa!🤤

  • rannveig
   rannveig
   20/02/2019 / 16:39

   Þú munt elska þær!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.