4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

Mjúkar súkkulaðibitakökur

Mjúkar súkkulaðibitakökur á hvítum disk

Enn ein súkkulaðibitaköku-uppskriftin, ég bara fæ ekki nóg! ;) Ég bakaði þessar síðustu helgi með kaffinu og þær voru fljótar að klárast! Stökkar meðfram brúnunum og mjúkar í miðjunni, getur ekki klikkað ;) 

Mjúkar súkkulaðibitakökur á ofnplötu áður en þær fara inn í ofninn

Hér sjáið þið mjúku súkkulaðibitakökurnar áður en þær fara inn í ofninn.
Mjúkar súkkulaðibitakökur á ofnplötu áður en þær fara inn í ofninnMjúkar súkkulaðibitakökur á hvítum disk með laufblöð í bakgrunninumMjúkar súkkulaðibitakökur á hvítum disk þar sem það er búið að bíta í eina kökuna

Mjúkar súkkulaðibitakökur
Print
Ingredients
 1. 125 gr smjör – hálfbrætt
 2. 150 gr púðursykur
 3. 60 gr sykur
 4. 2 matskeiðar síróp
 5. 2 teskeiðar vanilludropar
 6. 1 egg
 7. 200 gr hveiti
 8. ¼ teskeið matarsódi
 9. 1/3 teskeið salt
 10. 150 gr súkkulaðidropar eða saxað súkkulaði
Instructions
 1. Hitið smjörið í potti í stutta stund. Það á ekki að bráðna alveg heldur til hálfs, það má ekki vera of þunnt.
 2. Hrærið smjörið, púðursykurinn og sykurinn saman. Það er mikilvægt að hræra vel saman, helst þar til sykurinn leysist upp að mestu leiti. Blandan ætti að verða rjómakenndari og liturinn á henni ætti að fölna þegar búið er að hræra vel í.
 3. Bætið við sírópi, egginu og vanilludropum og hrærið í stutta stund eða þar til hráefnin hafa blandast alveg við.
 4. Bætið við hveiti, matarsóda og saltinu og hrærið. Þið gætuð mögulega þurft að bæta við smá hveiti ef blandan er í þynnri kantinum, það þarf að vera hægt að móta úr henni kúlur.
 5. Bætið súkkulaðinu við.
 6. Búið til litlar kúlur og setjið á bökunarpappír á plötu. Uppskriftin ætti að duga í ca 20 kökur.
 7. Bakið við 175 °C í 10-12 mínútur.
 8. Leyfið kökunum að kólna á plötunni í ca 30 mínútur.
Notes
 1. Njótið :)
RAGS 'N' ROSES http://www.ragsnroses.com/

 Þið verðið sko ekki fyrir vonbrigðum ef þið prófið að baka þessar mjúku súkkulaðibitakökur!

Þar til næst þá getið þið skoðað fleiri uppskriftir hér. Þar getið þið til dæmis séð fleiri uppskriftir að frábærum súkkulaðibitakökum eins og þessa hér fyrir bestu dökku súkkulaðibitakökurnar eða þessa fyrir súkkulaðibitaköku brownie!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Omnom súkkulaðiskólinn
Ég kom karlinum á óvart í desember síðastliðnum og tók hann með mér í súkkulaðiskólann hjá Omnom. Þar lærðum við allt um framleiðsl...
Heimsins bestu súkkulaðibitakökur
Ég held að flestir sem hafa gaman af því að baka eigi sér uppáhaldsuppskrift af súkkulaðibitakökum. Þessi uppskrift er mín uppáhalds, ég elsk...
- Jólalakkrísinn frá Hafliða -
Ég skrapp á jólakvöld Garðheima þegar það var haldið í byrjun nóvember og kom heim með eina dollu af jólalakkrísnum frá Hafliða. Í fyrra keyp...
powered by RelatedPosts