Ég bakaði þessa köku fyrir kaffiboð sem ég hélt fyrr í haust. Ótrúlega góð og kemur skemmtilega á óvart, mæli með þessari ;)

Karamellu- og súkkulaðibitakaka
2019-01-15 20:05:27

Print
Ingredients
- 230 gr smjör – brætt
- 140 gr púðursykur
- 190 gr sykur
- 1 stórt egg
- 2 eggjarauður
- 2 tsk vanilludropar
- 260 gr hveiti
- ½ tsk salt
- 150 gr súkkulaðidropar eða saxað suðusúkkulaði
- 150 gr karamellukurl frá Nóa Síríus
Instructions
- Bræðið smjörið.
- Hrærið smjöri, púðursykri og sykri vel saman.
- Bætið við eggi, eggjarauðum og vanillidropum og hrærið áfram.
- Hrærið hveitinu og salti saman við blönduna. Passið þó að hræra ekki of lengi, það er mikilvægt að ofblanda ekki blönduna.
- Bætið súkkulaðinu og karamellukurlinu við í lokin.
- Setjið blönduna í form sem búið er að smyrja.
- Bakið við 180°C í 35-40 mínútur eða þar til kakan er orðin gullinbrún.
- Leyfið kökunni að kólna í ca klukkutíma áður en hún er borin fram
Notes
- Gott að geyma nokkra súkkulaðidropa/bita og raða á kökuna þegar hún kemur út úr ofninum.
- Ég mæli með því að bera kökuna fram með rjóma.
RAGS 'N' ROSES http://www.ragsnroses.com/
-Heiðrún