Við erum bleik í október!

untitled-design-38

Einhverjir hafa eflaust tekið eftir smávægilegri lita- og logobreytingu sem átti sér stað hjá okkur í morgun en við ætlum að sjálfsögðu að taka þátt í bleikum október með Bleiku slaufunni og erum því orðin bleik! Verið þess vegna viðbúin fyrir fullt af skemmtilegum bleikum færslum þennan mánuðinn en við hvetjum ykkur að sjálfsögðu til að skottast út í búð og fjárfesta í að minnsta kosti einni bleikri slaufu. Margt smátt gerir eitt stórt og Bleika slaufan er svo sannarlega málefni sem varðar okkur öll. 

bleikaslaufan_1980x727

Í ár er einblínt á brjóstakrabbamein en aðal áherslan er lögð á konur frá aldrinum 40-69 ára þar sem sá hópur er í hvað mestri áhættu þegar kemur að brjóstakrabbameini. Hverri einustu krónu af söfnunarféinu í ár er síðan varið óskert til endurnýjunar á tækjabúnaði til leitar að brjóstakrabbameini.

Kaupum bleiku slaufuna í október #fyrirmömmu því hún er nú best!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts