Velkomin á RNR!

Halló, góðan daginn og vertu innilega velkomin/n á nýju síðuna mína! Ég heiti Rannveig, kannski er ég algjörlega ókunnug þér en kannski hefur þú fylgt mér í langan tíma, en síðustu ár hef ég bloggað og rekið vefsíðuna Belle.is. Nú er komið að tímamótum hjá mér, en eins og þú hefur kannski tekið eftir er þetta ekki mín ástkæra Belle. Það var erfið ákvörðun en sú rétta þegar ég ákvað að loka Belle.is. Á þeirri síðu skrifaði ég með öðrum frábærum konum í nokkur ár ásamt því að reka síðuna en ég er gífurlega þakklát og ánægð með samstarf okkar. Í fullri hreinskilni fann ég þó að það var kominn tími til að breyta til og leggja áherslu á einn hlut. Ég elska að blogga, að deila minni þekkingu, skapa og skrifa. Mig langaði því að endurstilla fókusinn minn og nýta tímann minn í einmitt það! Því sit ég hér ein við mína tölvu og opna þessa síðu sem ég stend ein að. Vertu því velkomin á

Rannveig, eigandi RNR, brosandi úti með hjólið sitt í Kaupmannahöfn

Ég er búin að fá fjölda skilaboða síðustu mánuði á samfélagsmiðlunum mínum þar sem fólk er að spyrja mig hvar í ósköpunum ég sé. Hvort það sé ekki allt í góðu því ég sem var vön að blogga og skrifa greinar oft yfir fimm sinnum í viku heyrist allt í einu ekkert frá. Engin blogg og lítið á Instagram. Þennan tíma sem ég hef legið í dvala hef ég í rauninni ekki legið í dvala. Ég hef horft tilbaka yfir bloggferilinn minn, endurskoðað hann, séð hvað ég gerði vel, hvað ég gerði illa og hvernig mig langar að gera betur. Vertu því viðbúin/n því mér finnst ég vera að koma sterkari og ákveðnari tilbaka. Ég veit hvað ég vil, hvert ég vil stefna og hverju mig langar til að deila með þér því það er jú þú sem skiptir mig mestu máli elsku besti lesandi! Án þín væri ekkert skemmtilegt að blogga – svona í alvörunni.

Um ókomna tíð mun ég því skrifa hér á Rags ‘n’ Roses nýjar færslur ásamt því að leyfa þér að fylgjast með lífinu mínu og vinnu í gegnum Instagram. Það er ýmislegt nýtt sem ég tek í notkun með opnun þessarar síðu og trúðu mér það verður gaman að fylgjast með því! Eitt af því sem mér finnst persónulega mest spennandi er póstlistinn minn! Þar ætla ég að deila með þeim sem skrá sig á hann greinum og öðru skemmtilegu sem þú finnur ekki neinstaðar annarstaðar hjá mér, hvorki á blogginu né á Instagram. Sumar færslurnar hér á síðunni munu einnig einungis vera opnar fyrir alla þá sem eru á póstlistanum mínum. Það er því sterkur leikur að skrá sig á listann ekki seinna en akkúrat núna til þess að þú missir ekki af neinu – treystu mér þetta verður gott!

Þú getur skráð þig hér:

Auk póstlistans hef ég tekið í notkun „Verslaðu af Instagram“ möguleika hér á síðunni svo ef þú sérð eitthvað á Instagraminu mínu sem þú girnist eða ert forvitin/n um þá getur þú nálgast allar upplýsingar um það hér á síðunni.

Talandi um Instagram… Halló IGTV! Jebb þú last rétt – á sama tíma og ég opna þessa síðu opna ég mína eigin IGTV rás og hefur verið fáránlega skemmtilegt að undirbúa hana svo spenntu beltin því nóg efni er á leiðinni þar inn. Að sjálfsögðu munu allir fylgjendur mínir á Instagram fá tilkynningu þegar ég birti nýtt myndband en þeir sem eru á póstlistanum mínum fá það líka svo ekki gleyma að skrá þig!

Þekkir þú einhvern sem talar ekki íslensku sem gæti haft áhuga á þessari síðu? Núna er það ekki lengur vandamál þar sem allar færslurnar héðan í frá munu vera birtar bæði á íslensku og ensku. Hægt er að breyta um tungumál efst í hægra horninu. Ég mun síðan hægt og rólega vinna að því að þýða eldri færslurnar mínar svo öll síðan mun á endanum vera bæði á íslensku og ensku.

Ég vona að þér lítist ágætlega vel á þetta hjá mér því ég er ógeðslega spennt fyrir komandi tímum og krossa fingur að þú sért tilbúin/n í þetta ævintýri með mér. Dægrastytting, fróðleikur og fjör – eru það ekki ágæt orð fyrir komandi tíma?

Svo enn og aftur vertu velkomin/n á Rags ‘n’ Roses, ég hlakka til að deila með þér þeim ásum sem ég hef uppi í erminni.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

5 Comments

 1. Avatar
  Loa
  07/02/2019 / 05:58

  Til hamingju kæra Rannveig, gangi þer vel 😊💕

  • rannveig
   rannveig
   07/02/2019 / 09:14

   Takk elsku Lóa❤️

 2. Avatar
  Heiðrún
  07/02/2019 / 21:11

  Snillingur! Hlakka til að fylgjast með!😍

  • rannveig
   rannveig
   08/02/2019 / 09:13

   ❤️❤️❤️

 3. Avatar
  Dögg
  22/03/2019 / 14:59

  Þessi hvíta peysa sem þú ert í… prjónaðir þú hana sjálf? Ef svo er hvaða uppskrift er þetta og hvaða garn notaðir þú? Sjúklega flott! :D

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hárskrúbbur?
Ef þú ert að fylgja mér á Instagram sástu eflaust í story hjá mér um daginn þegar ég skrapp í Sephora og kom auga á þennan hárskrúbb. Ég...
Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts