Spennandi tímar… og stressandi tímar

Þið verðið að afsaka mikið bloggleysi hjá mér undanfarið elsku lesendur en ég er bara alveg búin að vera á haus undanfarnar vikur og núna er loksins komið að því að segja ykkur hvers vegna! Eins og þið hafið mögulega tekið eftir hefur allt verið á hvolfi hjá mér undanfarið en ég hef aðeins komið inn á það í nokkrum færslum hér í sumar. Í þessari viku mun ég nefnilega flytja af landi brott með betri helmingnum mínum þar sem sá síðarnefndi er að hefja mastersnám í Danmörku!?? 

Meirihlutinn af sumrinu mínu er því búinn að fara í það að reyna að græja skóla fyrir sjálfa mig svo ég væri nú ekki að gera ekki neitt þegar ég loksins kæmi út til Danmerkur. Þið sem þekkið mig vel vitið að það er einfaldlega ekki í boði enda verð ég að hafa fullt fangið af hlutum til að gera… alltaf! Það hófst sem betur fer eftir mikið maus svo ég mun ekki sitja auðum höndum úti í DK heldur byrja að vinna upp í mastersnámið mitt líka sem ég er gríðarlega spennt fyrir :) Þetta er því vægast sagt búið að vera stressandi ferli en small allt saman að lokum.

Ofan á þetta bættust síðan flutningar en í byrjun sumars fluttum við úr íbúðinni okkar en það gátum við með hjálp frábæra fólksins míns sem ég er svo þakklát fyrir en það er nú meira hvað þau eru búin að létta undir hjá okkur parinu undanfarnar vikur. Það tekur á að vera á svona flakki en þeim hefur tekist að gera það eins auðvelt fyrir okkur og hægt er❤️

Maður hleypur síðan ekkert að því að finna íbúð í Danmörku ekki frekar en hérna heima… svona fyrst að skólinn úti í DK gleymdi öllum íslensku stúdentunum sem áttu að fá forgang inn á stúdentagarða… en við vorum ótrúlega heppin og erum komin með íbúð í úthverfi Kaupmannahafnar :)

Breytingar hræða úr mér líftóruna enda er ég ótrúlega vanaföst og vil helst að allt haldist bara eins og það er akkúrat núna til eilífðar. Ég veit samt að breytingar eru bara af hinu góða og þótt ég sé fáránlega stressuð og jafnvel pínu kvíðin fyrir flutningunum af Íslandinu góða þá er ég líka brjálæðislega spennt. Þetta verður bara ævintýri sem ég er þakklát fyrir að geta upplifað með mínum manni sem er nú þegar kominn út til Danmerkur og ég get ekki beðið eftir að fá í minn faðm aftur!

Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega persónuleg hérna á blogginu, aðalega haldið mig við snyrtivöruheiminn en það mun kannski breytast smá hér eftir þar sem mig langar að leyfa fólkinu mínu að fylgjast aðeins með mér þegar ég er úti. Ekki samt halda í eina sekúndu að ég muni hætta að flytja ykkur hreinskilnar snyrtivörufréttir því það mun ég svo sannarlega halda áfram að gera! Ég held ég gæti ekki hætt því þó ég myndi reyna – allavega ekki á næstunni eins og staðan er í dag! Svona líka því að það er Sephora úti í Danmörku… TVÆR! Ég mun því halda áfram að fræða ykkur og tilkynna ykkur um allt það nýjasta þó svo að sniðið á greinunum mínum breytist kannski örlítið :)

Ég ætla mögulega líka að endurvekja Snapchattið mitt og snappa frá einhverjum skemmtilegum hlutum úti í DK – bara svona af því bara :) Þið finnið mig undir notendanafninu rannveigbelle þar.

Næsta vika mun væntanlega vera jafn brjáluð hjá mér og þessi en ég ætla nú samt að reyna að setja inn allavega eina færslu þar sem ég fékk svo mikið af spennandi MAC og Max Factor nýjungum um daginn að ég get hreinlega ekki setið á mér!

Þar til þá❤️

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts