Símalausir sunnudagar

Screen-Shot-2016-01-10-at-13.25.12

Ég strengi alltaf áramótaheit um hver áramót. Það er eitthvað við það að setja sér markmið á nýju ári sem gefur manni svo góða stefnu fyrir nýja tíma. Í ár strengdi ég nokkur áramótaheit og eitt af því var símalausir sunnudagar.

Til að útskýra heitið á sem einfaldasta máta þá ætla ég að láta símann minn vera á hverjum einasta sunnudegi á þessu ári. Ég er nefnilega eins og svo margir aðrir mjög háð símanum mínum. Oftar en ekki er ég bara að hanga í símanum, hvort sem það er að skrolla niður facebook fréttaveituna í þúsundasta skiptið í gegnum nákvæmlega sömu fréttirnar eða opna instagram og skoða sömu myndirnar aftur og aftur. Stundum gríp ég mig að þessu og hristi bara hausinn yfir tímaeyðslunni. Á nýju ári ætla ég að byrja að venja mig af þessu með því að taka einn dag í viku, sunnudag, þar sem ég læt símann minn algjörlega vera. Að sjálfsögðu mun ég svara honum ef hann hringir en allt annað í honum mun ég láta eiga sig. Svo er alveg sjálfsagt að fólk kíki bara í heimsókn í staðin fyrir að hringja, það  er líka miklu skemmtilegra!

Símalausir sunnudagar, er það ekki eitthvað sem símafíklar eins og ég ættu að taka þátt í? :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts