NÝTT: Snapchat!

Jæja stórt skref hjá mér í dag :) Ég er búin að ákveða það að virkja Snapchat reikninginn sem ég ætlaði alltaf að tengja við bloggið mitt. Ég ætlaði að gera þetta þegar að síðan enduropnaði síðasta febrúar en mér fannst ég bara ekki nógu tilbúin í það, var kannski ekki nógu örugg með mig til að opinbera mig svona rosalega. Hlutirnir verða nefnilega alltaf miklu persónulegri þegar fólk fær að sjá mann og heyra mann tala, þá er maður allt í snapchatrannveig-copyeinu orðin miklu meiri manneskja frekar en bara einhver sem situr á bakvið tölvuskjá og skrifar bloggfærslur. Ég ætla nú samt ekkert að opna mig upp á gátt og reyna að halda persónulega lífinu svolítið frá þessu snapchatti og deila frekar með ykkur öllu því skemmtilega (og leiðinlega) sem fylgir því að vera í þessum bloggheimi. Mig langar því í leiðinni að breyta smá áherslunum hér á blogginu og langar mig að einbeita mér að skrifa færslur sem eru meiri greinar en umsagnir. Mér fannst til dæmis ótrúlega skemmtilegt að skrifa síðustu Topp Trix færslu og því munu birtast fleiri færslur í þeim dúr hérna inni hjá mér. Að sjálfsögðu mun ég samt ekki hætta með umsagnir hérna á síðunni! Ég held að litli snyrtivöruperrinn í mér myndi ekki geta það en þær færslur verða þá kannski bara með aðeins öðruvísu sniði en þær hafa verið. Ég er sko stútfull af góðum hugmyndum (allavega að mínu mati ;) ). Snapchattið er í rauninni bara til þess að auka fjölbreytnina hjá mér og það gefur mér tækifæri til að sýna ykkur betur aðeins meira af snyrtivörum sem að rata ekki á bloggið þar sem ég er sko alls engin ofurkona og ég hef ekki getað birt helminginn af þeim færslum sem mig hefur langað til að birta vegna tímaskorts. Ég get síðan gefið ykkur smá svona „behind the seens look“ á bloggfærslum í bígerð og fleira spennandi :) Ég mun ekki blaðra of mikið eða snappa á hverjum einasta degi svo fólk fái nú ekki alveg nóg af mér en ég mun samt reyna að vera virk og segja frá einhverju skemmtilegu þegar ég hef eitthvað skemmtilegt að segja! Þetta verður eitthvað! Breyttar áherslur og meira fjör – mega spennt fyrir þessu og vonandi fylgið þið mér á snapchatinu! :D

Þið finnið mig undir rannveigbelle og ég byrja á fullu á fimmtudag :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts