Makrónuppskriftir drauma minna

Varan er í einkaeigu - Færslan inniheldur auglýsingarhlekk

Ladurée makrónuuppskriftabók á borði

Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég uppgötvaði að Ladurée var til yfirhöfuð! Þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað ég var glöð þegar mín beið pakki þegar ég kom heim einn daginn.

Makrónuuppskriftabók frá Ladurée

Unnustinn var svo dásamlegur að koma mér á óvart með bókinni og ég er alveg í skýjunum.

Forsíðan á makrónuuppskriftarbókinni frá Ladurée

Bókin er sú allra fallegasta og geymir klassískar makrónuuppskriftir frá heimsfræga franska bakaríinu Ladurée. Bókin kemur í fallegum kassa þar sem hún er vafin í þunnan silkipappír. Algjör lúxus sem endurspeglar vel stemninguna á Ladurée en við hjónaleysin borðuðum einmitt hádegismat þar síðast þegar við fórum til Parísar. Mæli með!

Mimosa makrónuuppskrift

Í bókinni er að finna svo mikið af uppskriftum og myndirnar eru dásamlegar! Ég gæti setið og flett í gegnum hana tímunum saman því ég elska bækur þar sem mikið er lagt upp úr myndunum. Það kom mér líka skemmtilega á óvart hversu lík bókin er í uppsetningu og bókin mín Slaufur

Rose makrónuuppskrift

Gyllt makrónuuppskrift

Ég get ekki beðið eftir að velja eina uppskrift úr bókinni og prufa! Ég er bara í vandræðum með að velja hvaða uppskrift ég á að gera fyrst. Ég hallast smá að Strawberry Candy en svo klikkar vanillan ekki. Ég leyfi ykkur að fylgjast með á Instagram hjá mér þegar ég baka :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varan er í einkaeigu - Færslan inniheldur auglýsingarhlekk

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Jólabókaflóð
Mikið vona ég að þið hafið haft það yndislegt yfir hátíðina með fólkinu ykkar. Ég er allavega búin að borða á mig gat og meira en það og búin...
Jólabókin í ár: Andlit
Ég veit ekki með ykkur en mér finnst alltaf svo gott að fá allavega eina bók í jólapakkann. Bækur fengu reyndar að víkja fyrir Simpson s...
Uppáhaldsbókin mín fyrir handótt handavinnufólk
Mig langaði að segja ykkur aðeins frá uppáhalds bókinni minni þessa stundina. Mig grunar nú samt að þetta muni vera uppáhaldsbókin mín það sem ef...
powered by RelatedPosts