Laser

Færslan er ekki kostuð

Í síðustu viku eftir að hafa beðið og safnað í þó nokkuð langan tíma setti ég hræðsluna til hliðar og skellti mér í laser! Fyrir þá sem ekki vita hef ég notað gleraugu frá því í þriðja bekk í grunnskóla (þó ég hafi nú þurft þau töluvert fyrr) enda talsvert blind á báðum augum með yfir -5 og mikla sjónskekkju. Ég fór í TransPRK aðgerð sem fylgir erfiðara bataferli en af hinni típísku laser aðgerð svo ég er öll að koma til og jafna mig og verð að því næstu vikurnar. Á morgun sný ég aftur í vinnu en það verður áhugavert þar sem ég er ekki alveg komin með 100% sjón strax en hún kemur smátt og smátt næstu 4-6 vikurnar. Maður verður því bara að hoppa í djúpu lauguna og sjá hvernig það gengur fyrir mig að vera í tölvunni allan daginn með svona „hrá“ augu!

Ég tók upp allt laser ferlið mitt á myndband sem ég ætla að klippa saman og birta í færslu hér á blogginu eftir nokkrar vikur þegar ég verð útskrifuð frá læknunum og get sagt ykkur alla söguna mína. Þá mun ég líka fara betur út í smáatriði og linka fyrir ykkur ýmsar greinar og annað sem ég las fyrir aðgerðina en það er að sjálfsögðu einna mikilvægast að kynna sér vel það sem maður er að fara í og taka rökrétta ákvörðun sem að maður er sáttur við. En betur um það síðar!

Núna bíð ég hinsvegar bara eftir því að mega mála mig aftur! Það bíða mín svo margar fallegar L’Oréal nýjungar að mig klæjar eiginlega bara í puttana. Svo var ég líka að kaupa mér nýja myndavél svo það er ekki að hjálpa til við að seðja löngunina! Vonandi líður tíminn bara hratt :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts