Innlit í Geysi Kringlunni og hátíðartilboð!

Færslan er gerð í samstarfi við Geysi

Ég leit við í Geysi Kringlunni í gær og smellti af nokkrum myndum af úrvalinu þar til þess að deila með ykkur – bara svona ef ske kynni að einhver væri ennþá í jólagjafavandræðum. Ég hef nú ekki verið að gera neinar jólagjafahugmyndalista þetta árið því það eru svo margir að gera það svo fallega en hér koma þó nokkrar hugmyndir frá mér úr Geysi. Ef þið eruð hinsvegar búin með öll innkaup þá getið þið bara notið myndanna því búðin er ekkert lítið flott!

Þessir finnst mér æði!

Ullarteppin þeirra koma í rosalega mörgum útgáfum og það er meira að segja hægt að fá þau innpökkuð! Svona fyrir þá sem eru á síðasta snúning ;) Kögurteppin eru á hátíðartilboði á 12.800 en hin ullarteppin sem eru stærri eru á hátíðartilboði á 14.800.

Nýju fallegu rúmfötin þeirra þar sem maður kaupir allt stakt en þau eru líka á hátíðartilboði.

Ég varð svolítið mikið skotin í þessum köflóttu ullarbuxum.

Glimmer fyrir gamlárs.

Ilmkertin þeirra.

Mikið af fallegum barnafötum.

Þessi klikkaða taska heillaði mig líka! Finnst ykkur hún ekki falleg?

Ilmkertin í minni útgáfu.

Síðan eru það dásemdirnar frá Feldur! Ég hreinlega verð að eignast svona kraga þar sem ég týndi kraganum sem ég átti við flutningana til Köben – týpískt ég…

Litirnir í þessum eru æðislegir!

Þessir kragar eru líka sjúkir! Sami feldur og er í rauðu töskunni hér ofar.


Svo eru það dýrindis handklæðin þeirra! Vanalega er lítið handklæði á 2900 kall og stórt handklæði á 5900 en það er hátíðartilboð í gangi hjá þeim þar sem þú getur fengið þau bæði saman á 7000 kall.

Síðast en ekki síst er það uppáhalds dressið mitt í allri búðinni! Það eru til eins buxur líka en þær voru reyndar ekki til í Kringlunni en trúið mér ég hef dást að þeim úr fjarlægð áður og þær eru klikkaðar! Mér finnst þetta mynstur svo svakalega íslenskt og fallegt eitthvað, minnir mig á íslenskan krosssaum og hönnunin og sniðið er pörfekt. Vel gert Geysir!

Mér finnst svo ægilega gaman að taka myndir og alltaf svo skemmtilegt að koma svona í heimsókn í fallegar íslenskar verslanir – virkilega langt síðan ég hef gert það og kjörið tækifæri núna þar sem Geysir bauð mér að kynna mér hátíðartilboðin þeirra. Vonandi fannst ykkur bara gaman að koma með mér!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er gerð í samstarfi við Geysi

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Hæ haust! Heimsókn í Vero Moda
Ég var stödd á landinu í síðstu viku í 10 daga heimsókn og sú heimsókn var nú heldur betur viðburðarík. Ég er mikið búin að vera frá blogginu í s...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts