Í Glamour

Aldrei þessu vant þá keypti ég mér tímarit! Kannski ekki stórfréttir fyrir ykkur en ég kaupi mér aldrei svona blöð og les þau því í samræmi við það… Ég held ég lesi þau bara oftast þegar ég sit á biðstofum eins og örugglega margir aðrir íslendingar ;) Í þessum mánuði gerði ég þó undantekningu og keypti Glamour þar sem að nokkrar myndir eftir mig birtust í grein í blaðinu.

Í blaðinu er að finna viðtal við förðunarfræðinginn Sir John sem kom til landsins nú á dögunum á vegum Reykjavík Makeup School til að halda Master Class námskeið. Hann svarar nokkrum spurningum í viðtalinu en fjórar myndir sem ég tók af námskeiðinu fylgja greininni. Námskeiðið var alveg æðislegt og Sir John greinilega mikill snillingur, fagmaður fram í fingurgóma en á sama tíma alveg svakalega hógvær. Ég dáist alveg að honum og sat bara með stjörnur í augunum á milli þess sem ég smellti af myndum fyrir L’Oréal sem sponsaði námskeiðið með flottum gjafapoka.

Mæli með!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Maskari sem þolir ýmislegt!
Það er löngu komið að þessari færslu hjá mér þar sem þessi maskari og maskaragrunnur er búinn að vera í stanslausri notkun hjá mér í nánast all...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts