Helgin í hnotskurn

Ég átti alveg frábæra síðustu helgi og langaði að deila með ykkur nokkrum Snapchat skjáskotum frá henni :) Kannski mun þetta verða reglulegur liður hjá mér – allavega svona annað slagið en ég lifi nú svo rosalega rólegu lífi að það er ekkert alltof mikið spennandi um að vera hjá mér! Hér eru allavega nokkur skjáskot frá helginni.

Ég naut þess alveg í botn síðasta laugardag að gera nákvæmlega ekki neitt! Við hjónaleysin vorum heima allan daginn og slökuðum á. Þó það hafi ekki verið mikil sól sat ég úti á svölum og prjónaði í góða veðrinu á meðan ég horfi á 48 hours á Youtube. Ég sver ég er orðin svo háð þessum þáttum að það er ekki fyndið! Um kvöldið grilluðum við svo „hjúmongus“ risarækjur sem ég var búin að marinera upp úr hvítlauksdressingu með asísku ívafi. Ég gerði svo kókoshrísgrjón með lime og hvítlaukssmjör til að bera fram með rækjunum og þetta var ekkert annað en ógeðslega gott!

image

Sunnudagurinn var svo smá stelpudagur. Við æskuvinkonurnar skelltum okkur á Snaps í brunch og ég fékk mér þessar dýrindis pönnukökur með beikoni. Ég kunni vel að meta hversu mikið beikon ég fékk en á flestum stöðum fær maður bara tvær til þrjár sneiðar svo þetta var einstaklega vel gert Snaps! Eftir átið röltum við um bæinn og kíktum í nokkrar búðir og ég fann til dæmis næstu afmælisgjöfina mína í Geysi… Bara verst að ég á ekki afmæli fyrr en í nóvember! ;)

Yndisleg helgi í alla staði og ég vona að ykkar hafi verið jafn góð ❤

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts