Fyrir ári síðan…

12076939_10207879599047444_1192893293_n

Ég er varla að trúa því að ég sé að skrifa þessa færslu því ég trúi því ekki að það sé ár liðið frá því að bókin mín Slaufur kom út! Ég hef lært svo ótrúlega mikið á síðasta ári og hefur þetta verið það erfiðasta en jafnframt það skemmtilegasta sem ég hef gert á minni ævi. Ég hafði aldrei trúað hversu mikið ég vissi ekki um þennan bransa en raunin var sú að ég vissi ekkert hvað ég var búin að koma mér út í þegar að útgáfudaguinn loksins rann upp.

Hugdettan að bókinni kom í janúar, ég prjónaði nokkrar slaufur í febrúar og í apríl var ég búin að skrifa undir útgáfusamning. Eftir það tók svo við heilmikil vinna þar sem ég bókstaflega prjónaði, tók myndir, vann myndirnar og prjónaði svo meira alla liðlanga daga þar til allt var klárt og bókin tilbúin fyrir uppsetningu. Bókin kom svo út í október sama ár og er ótrúlegt að hugsa til baka að ég hafi yfir höfuð geta gert þetta á svona stuttum tíma meðfram náminu mínu en ég var í fullu námi í tölvunarfræðinni á þessum tíma.

Ég hefði að sjálfsögðu ekki getað þetta nema ég væri með yndislegt fólk á bakvið mig og ég verð alltaf svo montin og þakklát fyrir fjölskylduna mínu þegar ég hugsa yfir þetta ár því það var örugglega ekkert auðvelt að vera í kringum stresshrúguna mig þegar prófin voru á fullu og ég var skrifa bók í leiðinni. En þau voru og eru alltaf tilbúin að hjálpa og því er það eiginlega mjög mikið þeim að þakka að bókin kom út á réttum tíma.

Mig langaði í tilefni af ársafmæli Slaufur að setja inn nokkrar myndir hér frá útgáfugleðinni sem haldin var í Eymundsson fyrir akkúrat ári síðan þar sem allt frábæra fólk mitt mætti til að fagna með mér. Svo verð ég að sjálfsögðu að minna ykkur að kíkja á næsta bókamarkað til að næla ykkur í eintak ef þið eruð ekki nú þegar búin að því. Þið munuð ekki sjá eftir því! :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

1 Comment

  1. Avatar
    Heiðrún
    14/10/2015 / 22:18

    Snillingurinn minn!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Makrónuppskriftir drauma minna
Ég man ekki einu sinni hversu lengi þessi bók er búin að vera á óskalistanum mínum. Örugglega alveg frá því hún kom út, eða frá því að ég upp...
Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
powered by RelatedPosts