Aftur af stað

75f474a03bcfd0051518ba268772d624

Þá er ég búin með innflúensuna líka… jei… Ég talaði kannski aðeins of fljótt af mér um daginn þegar ég sagði að veikindin væru að klárast hjá mér því nokkru síðar var ég komin með innflúensuna og haltu á ketti hvað það er mikill viðbjóður! Ég hef aldrei verið með jafn svæsna flensu á ævi minni og ég er meira og minna búin að vera í móki í næstum því viku núna. Núna loksins sé ég fyrir endan á þessu (7-9-13) svo ég get farið að vera aðeins virkari hérna inni aftur. Ég er svo spennt að fá að birta fullt af vorfærslum fyrir ykkur þar sem það er svo mikið vor í loftinu og vorið ásamt haustinu er lang uppáhalds tímabilið mitt í förðunarheiminum. Verið því viðbúin fyrir vorið hér á þessari síðu minni á meðan ég keyri mig í gang aftur :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts