Royal Copenhagen Outlet

Færslan er ekki kostuð

Inngangurinn að Royal Copenhagen OutletNú grunar mig að margir Royal Copenhagen aðdáendur hoppi hæð sína þegar þeir lesa titilinn á þessari grein. Einn kostur við að búa í Kaupmannahöfn er einmitt að ég get hjólað í Royal Copenhagen outletið hvenær sem mér dettur í hug. Ég held samt að það viti ekkert svakalega margir af outletinu, allavega ekki margir Íslendingar, svo mig langaði til að deila með þér nokkrum myndum sem ég tók í síðustu ferð minni þangað.

Hilla með Royal Copenhagen bollum, bökkum og krúsum

Ég kíkti í outletið í fyrsta sinn með mömmu og ömmu (og Magga) þegar þær komu í heimsókn til okkar í haust en ég var með massífan fiðring í maganum áður en ég fór, ég var svo spennt. Royal Copenhagen safnið mitt var þá lítið (og er enn) en þá átti ég nákvæmlega núll hluti frá merkinu… svo já orðið lítið er kannski of vægt til orða tekið.

Royal Copenhagen vasarÍ outletinu selja þeir annars flokks vörur þar sem eitthvað hefur að öllum líkindum klikkað í brennsluferlinu og því ekki hægt að selja þær sem fyrsta flokks.

Royal Copenhagen kökudiskar

Í outletinu er líka að finna safngripi fyrir þá sem eru alvarlegir Royal Copenhagen aðdáendur og kippa sér ekkert upp við það að borga yfir 3000 DKK fyrir disk sem kom í takmörkuðu upplagi eins og þessa sem þið sjáið hér fyrir ofan.

Rannnveig að teygja sig efti Royal Copenhagen skálum

Royal Copenhagen bollar

Fyrir mig, meðalmanneskjuna, sem langar kannski í bolla eða tvo var mjög gaman að koma þarna inn en þetta var sannkallað blátt og hvítt himnaríki! Það kom mér þó á óvart hvað það var lítill verðmunur á þessum annars flokks vörum og þeim sem þeir kalla fyrsta flokks sem fæst í venjulegum verslunum. Verðmunurinn var í rauninni það lítill fyrir mig hér úti í danaveldi að ég gat eiginlega ekki réttlæt það að kaupa mér eitthvað í outletinu þegar ég get fengið ógallaða vöru út í búð fyrir eins og 100 DKK í viðbót. Kannski er það vitleysa í mér en finnst þér það samt ekki hljóma frekar rökrétt?

Royal Copenhagen krúsir

Hér hafið þið nokkuð verðdæmi frá Royal Copenhagen outletinu:

Royal Copenhagen Outlet inngangur

Royal Copenhagen outletið er staðsett við Søndre Fasanvej 9 í Frederiksberg ef þig langar að lítast um þar. Passaðu þig bara að búast ekki við einhverjum 50% afslætti á hlutunum þar því þá munt þú verða fyrir vonbrigðum.

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Smörrebröd í Kaupmannahöfn
Ef það er eitthvað sem er ómissandi þegar maður kemur til Kaupmannahafnar, þá er það að fá sér smörrebröd... eða það myndi allavega daninn se...
Brúðkaupsmessan í Köben
Síðustu helgi skelltu ég og betri helmingurinn minn okkur á brúðkaupsmessuna hér í Köben. Messan er haldin nokkrum sinnum á ári þar sem helst...
Brunch í Köben - Minn uppáhalds
Ég elska að prófa nýja staði sem bjóða upp á brunch í Köben! Þeir eru ótal margir svo maður er alltaf að prófa eitthvað nýtt en ef maður fer tvis...
powered by RelatedPosts