OROBLU OUTFIT #1

Eins og ég var búin að lofa í Oroblu haul færslunni minni ætlaði ég að sýna ykkur outfit með því sem ég keypti! :) Ég fór í tvær útskriftarveislur síðastliðinn föstudag og ákvað að klæðast Must buxunum mínum og Tricot hnésokkunum enda langaði mig að vera fín en ekkert alltof fín. Ég get ekki líst því hvað það gladdi mig mikið að geta farið út í góðu veðri þar sem trén eru orðin græn og tekið nokkrar outfit myndir fyrir bloggið! Það var orðið heldur betur þreytt að gera það í grenjandi rigningu núna í vetur.

Við buxurnar klæddist ég þessum fölbleika blúndutopp frá H&M og þunnum svörtum vorjakka frá Vero Moda sem eflaust margir kannast við enda var hann það allra heitasta hér fyrir nokkrum árum ;) Klassísk flík sem ég klæðist oft.

Must buxunrar sjálfar komu mér svo mikið á óvart að ég nánast trúði því ekki! Buxurnar eru fóðraðar með flís að innan þannig að ég var búin að segja sjálfri mér að þær myndu vera ógeðslega heitar og ég yrði geðveikt sveitt í þeim en það var svo fjarri sannleikanum! Ég held að þetta séu barasta einar þægilegustu buxur sem ég á. Mér var ekkert heitt í þeim og svitnaði þar af leiðandi ekki neitt en ég var í buxunum alveg frá klukkan 5 til að ganga 3 um nóttina og það var meira að segja stiginn trylltur dans! Ég er líka fegin að hafa tekið buxurnar í XS því þær gefa smá eftir og þær smellpassa á mig eftir þetta kvöld. Get ekki mælt nógu mikið með þessum buxum!

Hér sjáið þið svo hvernig hinir dásamlegu Tricot sokkar koma út við Must buxurnar en ég bretti upp á buxurnar svo þeir sæust en það sá ég á Facebook-inu hjá Oroblu. Oft æðislegar inspó myndir sem koma inn þar. Ég ákvað síðan að vera í flatbotna skóm þar sem ég vissi að þetta yrði langt kvöld og ég sé svo sannarlega ekki eftir þeirri ákvörðun!

Ég get að sjálfsögðu ekki sleppt því að setja inn eina mynd af förðuninni minni en andlitið hafi ég sem hlutlausast og varirnar pínu bleikar. Á augun notaði ég síðan 24K Nudes pallettuna frá Maybelline en ég notaði bara puttana til að mála mig þar sem ég var að drífa mig pínu. Augnskuggarnir eru svo mjúkir að það gekk alveg upp.

Hvernig líst ykkur svo á fyrsta Oroblu dressið mitt?

 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

3 Comments

 1. Avatar
  Guðrún Ólafs
  14/06/2017 / 21:20

  ég held ég sé búin að lesa færsluna þrisvar í gegn, kannski er ég bara blind! en hvaðan eru buxurnar? :)

  og fyrst ég er byrjuð, hvaðan eru skórnir?

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   15/06/2017 / 07:27

   Þær eru frá Oroblu? Fást t.d í Hagkaup❤️

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   19/06/2017 / 13:20

   Þetta með skóna fór eitthvað framhjá mér en þeir eru frá Forever21 :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
New In: Leopard Skirt
Fyrir ykkur sem ekki þekkið mig þá heiti ég Rannveig og er forfallinn hlébarðamynstursaðdáandi. Það er ekki af ástæðulausu að hlébarðaslaufa pr...
powered by RelatedPosts