Nýtt í fataskápinn: Farmers Market Kálfatjörn

Varan er í einkaeigu

IMG_2586

Mig langaði að sýna ykkur nýjustu viðbótina við fataskápinn minn sem ég er algjörlega ástfangin af! Ég fékk í jólagjöf þessa fallegu Farmers Market kápu sem heitir Kálfatjörn en hún er prjónuð úr algjörlega ólituðum lopa. Kápan er til í tveimur öðrum litum en þeir eru brúnn og svona blá-/grænsvartur.

IMG_2585

Peysan kemur í einni stærð og er mjög víð á mér en alveg svakalega þægileg. Ég er til dæmis alltaf í þunnri Uniqlo dúnúlpu innan undir kápunni þegar það er jafn kalt úti og er núna en með vorinu mun ég bara geta verið í henni einni og sér þar sem kápan er í rauninni bara eins og lopapeysa.

IMG_2587

Framan á kápunni er ein tala sem er gerð úr ekta lambshorni og hneppir peysunni saman í miðjunni. Mynstrið á henni er síðan alveg svakalega fallegt en það er eitthvað við svona tígla/chevron mynstur sem mér finnst alltaf fáránlega heillandi og ég hugsa að það sé vegna þess að það er svo erfitt að að gera það í mynstursprjóni. Það er einmitt ástæðan fyrir þvi að maður sér það ekki svo oft og þá sérstaklega ekki svona stór mynstur.

IMG_2588

Ég er svo ótrúlega lukkuleg með kápuna mína og hlakka mikið til að nota hana óspart! Það er svo dásamlegt þegar manni líður vel í því sem maður klæðist en mér líður svo vel í þessari kápu að ég skrapp meira að segja út úr húsi um daginn þó það var ekki á planinu hjá mér bara því ég vildi fara í kápuna! Svona getur maður verið ruglaður en það segir mér bara að ég eigi eftir að nota hana mikið og að mér líði rosalega vel í henni :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Varan er í einkaeigu

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
powered by RelatedPosts