Dress up: Faux Fur kragi

Þetta var nú meiri dressmyndatakan! Ég dró kærastann með mér út á sunnudaginn til að taka nokkrar myndir og við vorum ekki búin að vera úti í meira en fimm mínútur þegar það kom svoleiðis hellidemba að ég hef sjaldan orðið jafn blaut. Þar að auki var ég blind þar sem ég skildi gleraugun mín eftir úti í bíl þannig að þetta var einstaklega skemmtilegt hlaup í genjandi rigningu til að ná sem fyrst aftur inn í bíl. Svona er nú blogglífið glamúrus ;)

IMG_2760

Við náuðum samt sem betur fer tveimur myndum sem voru nokkuð nothæfar svo þær nota ég hér í þessari færslu. Mig langaði að sýna ykkur betur nýja loðkragann minn sem ég fékk í Vero Moda en loðkragar hafa verið mjög áberandi í tískunni undanfarið enda geta þeir verið alveg virkilega fallegir. Þessi loðkraginn er að sjálfsögðu úr gervi feld, kostaði 5490 krónur og ég er mikið búin að nota hann til að gera frekar hversdagslegar yfirhafnir miklu sparilegri. Um leið og ég smelli honum á mig finnst mér eins og ég sé komin í einhverja þvílíka lúxuskápu.

IMG_2759

Kraginn er með krók neðst svo það er hægt að hafa hann bæði opinn eða lokaðan sem var mjög hentugt þegar ég var að hlaupa eins hratt og ég gat út í bíl. Þá fauk hann ekki af mér ;) Sláin sem ég er í er líka úr Vero Moda en hana keypti ég á útsölunni svo ég er ekki viss um að hún sé ennþá til. Varaliturinn sem ég er með er Look who’s talking en hann er einn af möttu litunum frá RIMMEL sem ég fjallaði um HÉR um daginn.

Ég bíð síðan bara spennt eftir vorinu svo ég geti farið að taka almennilegar dressmyndir með bjartari bakgrunn og núll rigningu… það er kannski bjartsýni hjá mér en maður má nú láta sig dreyma ;)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Netapoki
Það er ótrúlegt hvað tískan gengur í hringi - þó að ég haldi nú að þetta sé orðin meiri tíska núna þar sem þetta var bara nytjahlutur í gamla d...
Met favorites!
Ég hata (og þá meina ég hata) að byrja færslu á því að afsaka mig en í þessu tilfelli finnst mér ég þurfa þess. Það er mikið búið að vera í gangi...
Páskarnir mínir
Úff hvað ég er búin að eiga yndislega páska! Það er eitthvað við páskana sem mér finnst alltaf svo dásamlegt. Þegar það er svona aðeins farið að ...
powered by RelatedPosts