Besta ráðið fyrir nýja skó

Nýir skór á gólfinu

Góðan dag! Í dag langar mér að deila með þér mínu besta ráði fyrir nýja skó. Ég hef nú oftar en einu sinni brennt mig á því að kaupa skó sem ég get síðan hreinlega ekki gengið í. Ekki af því að þeir eru of háir og ekki af því að mér finnst þeir ekki passa við neitt heldur af því þeir eru bara svo andskoti óþægilegur um leið og maður fer að ganga um í þeim. 

Ef þú hefur lent í þessu líka þá datt mér í hug að deila með þér mínu besta ráði fyrir nýja skó. Eftir að ég uppgötvaði það hef ég getað byrjað að ganga í skópörum sem ég hafði annars aldrei geta notað vegna óþæginda svo ég vona að þetta ráð geti hjálpað þér sértu í sömu sporum… pun intended!

Hönd heldur á rauðum Babyliss hárblásara

Ráðið er einfalt og til þess að hrinda því í framkvæmd þarftu einungis þykka sokka (eða 2-3 pör af venjulegum sokkum) ásamt hárblásara.

Fótur sem er klæddur í sokk og snákaskinnsskó

Það sem ég geri er að ég klæði mig í þykkan sokk og klæði mig síðan í skóna. 

Hönd heldur á rauðum hárblásara og beinir honum að fót sem er klæddur í svartan sokk og snákaskó

Þegar skórinn er kominn á fæturna stilli ég hárblásarann á heitann blástur og beini honum á skóinn. Ég læt blása á skóinn þar til hann er orðinn volgur eða nógu lengi þannig að skórinn verði ekki of heitur. Ég ætla taka það sérstaklega fram að ég myndi EKKI nota þetta ráð á skó úr ekta leðri heldur einungis fyrir skó sem eru úr gerviefni. Leðrið getur þornað og sprungið við hitann. 

Rauður hárblásari liggur á gólfinu við hliðina á löpp sem er klædd í svartan sokk og snákaskó

Það sem gerist þegar að skórinn hitnar er að hann þennst út. Um leið og skórinn er orðinn nógu heitur þá skaltu slökkva á blástrinum og bíða í skónum þar til hann kólnar. Þar sem þú ert í þykkum sokkum mótast skórinn aðeins rýmri á fætinum þínum þegar hann kólnar og helst svoleiðis.

Skór klæddir í snákaskinns háhælaða skó

Þetta ráð er algjör snilld fyrir háhælaða skó og ég mun klárlega koma til með að nýta mér það þegar ég geng til brúðarskóna mína fyrir stóra daginn okkar :)

Vonandi getur þetta ráð nýst þér!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.