4   41
3   57
5   60
0   30
0   20
0   26
0   42
2   49
8   66
1   61

(Íslenska) Beyoncé Formation Tour dressin

Góða kvöldið beint frá sófanum! Ég er búin að liggja á Youtube og netinu undanfarna daga, eða frá því Formation tónleikaferðalag Queen Bey hóf göngu sína í Miami fyrr í vikunni til að skoða myndbönd og myndir frá tónleikunum. Ég hef verið svo heppin að komast tvisvar sinnum á tónleika með drottningunni, einu sinni í Kaupmannahöfn og svo í París þar sem ég fór á On The Run tónleikana með henni og Jay Z. Það verður nú að segjast að ef einhver kann að skemmta manni svo maður gleymir gjörsamlega stund og stað og fellur inn í tónlistina og stemminguna þá er það Beyoncé! Ég hefði því ekkert á móti að komast á Formation tónleikana því eftir því sem ég hef skoðað á Youtube þá eru þeir alveg “massíft show” eins og maður segir á góðri íslensku… ;)

Ég tók saman nokkrar myndir af búningunum sem drottningin hefur skartað á Formation tónleikaferðalaginu hingað til og eru þeir eins og við má búast fullir af glysi og glamúr.

Screen Shot 2016-04-30 at 15.26.40

image

Beyoncé opnaði tónleikana í dressi hönnuðu af Dsquared2 sem eru einmitt þeir sömu og hönnuðu Super Bowl dressið hennar sem hún klæddist núna í febrúar síðastliðnum.

image

Screen Shot 2016-04-30 at 15.26.02

Balmain hannaði þetta dress sem er augljóslega innblásið af Viktoríutímabilinu.

Screen Shot 2016-04-30 at 15.31.16

Rautt latex dress sem var hannað af Atsuko Kudo. Ég held að það séu fáir sem geta “púllað” þetta lúkk en drottningin gerir það svo sannarlega!

image

Roberto Cavalli hannaði þessa samfellu sem minnir á mjög glamúrlegan herfatnað. Samfellan er svo pöruð saman við hnéhá stígvél með tígrismynstri.

image

Gullfallegt dress frá Gucci en rauður, svartur og hvítur voru klárlega þemalitirnir á tónleikunum.

Screen Shot 2016-04-30 at 15.29.21

Screen Shot 2016-04-30 at 15.24.10

Beyoncé heldur ekki tónleika án þess að koma fram í einni “killer” glamúr samfellu og henni klæddist hún í afskornum netasokkabuxum á meðan hún dansaði og söng ásamt dönsurum sínum í grunnri laug fullri af vatni. Finnið endilega atriðið á Youtube, það er ótrúlega flott!

Screen Shot 2016-04-30 at 15.49.47

Það verður seint sagt að Beyoncé viti ekki hvað hún er að gera þegar kemur að því að velja sviðsbúninga og setja upp gott “show”! Fagmaður fram í fingurgóma :)

[blockquote author=”” pull=”normal”] -Rannveig H.

Fylgdu mér á Facebook til að fá nýjustu færslurnar beint í æð![/blockquote]

 

Follow:
Rannveig
Rannveig

My name is Rannveig and I am the owner of ragsnroses.com. I am 26 years old, born and raised in Iceland. I currently live in Copenhagen where I work as a marketing manager. Thanks for stopping by and please check out some of my other stuff!

Share:

Leave a Reply

Your email address will not be published.


x

You might like this

(Íslenska) Netapoki
Sorry, this entry is only available in Icelandic....
(Íslenska) Met favorites!
Sorry, this entry is only available in Icelandic....
(Íslenska) Páskarnir mínir
Sorry, this entry is only available in Icelandic....
powered by RelatedPosts