Rósahárband

37

Jæja þá er sá tími ársins kominn, nú fara fermingarnar að ganga í garð! Eflaust eru margar fermingarstúlkur á fullu í allskonar pælingum tengdum kjólnum og hárinu og ég veit ekki hvað og hvað. Ég man að ég var sjálf með rosalegar pælingar og ofhugsaði þetta alveg í gegn. Fyrir þær stúlkur sem eru að pæla í því hvernig þær eiga nú að hafa hárið langaði mig að deila með ykkur uppskriftinni að þessu bóhem rósahárbandi sem passar alveg pottþétt vel við fermingarkjólinn :)

harbanddid1

 

Hárbandið er heklað og má finna uppskriftina að því hér:

Það tekur enga stund að gera bandið svo að fermingarstúlkan getur eflaust hent í eitt stykki sjálf ef henni finnst gaman að gera eitthvað í höndunum. Ég notaði kambgarn til að gera rósirnar en það er svolítið þykkt fyrir svona hárband svo að rósirnar verða frekar stórar og grófar Ef þið viljið fá fíngerðari rósir þá er um að gera að skipta bara um garn og nota eitthvað aðeins fínna. Það gæti til dæmis komið rosalega vel út að kaupa silkigarn og hekla rósir úr því.

114

Þegar ég var að fikta með hárbandið og taka myndir af því datt mér í hug að vefja því utan um snúðinn sem ég var með í hárinu og það kom svona rosalega vel út eins og þið sjáið á myndinni. Það gæti jafnvel verið flott að nota það í brúðargreiðslu ef verið er að fara að halda útibrúðkaup í sólinni í sumar (vonandi í sól allavega frekar en rigningu).

Ef ykkur vantar leiðbeiningar um hvernig á að sauma rósirnar á bandið sjálf þá skuluð þið endilega kíkið á myndbandið hér á síðunni þar sem ég sýni hvernig ég geri slaufuhárband. Ég notaði sömu tækni þar og hér til að festa rósirnar á borðann. Síðan væri vel hægt að henda í eitt svoleiðis í staðin fyrir rósarhárband þar sem slaufur eru víst hluti af fermingartískunni núna :)

 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

4 Comments

 1. Avatar
  Guðrún
  04/03/2015 / 17:31

  Flott hárband…… ætla að prufa og búa til eitt vona og gefa… ég er ekki með hár fyrir svona þvi miður

 2. Avatar 13/03/2015 / 14:29

  Er ekki hægt að plata þig í að selja mér eitt svona hárband? :)
  Ástfangin !

  • Rannveig Hafsteinsdóttir 14/03/2015 / 11:20

   Ég er lúmskt að pæla í að gera nokkur svona og setja í verslunina hérna. Skal láta þig vita um leið ef það gerist! ;)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
Brúðkaupsmessan í Köben
Síðustu helgi skelltu ég og betri helmingurinn minn okkur á brúðkaupsmessuna hér í Köben. Messan er haldin nokkrum sinnum á ári þar sem helst...
Brúðkaupsfærslur
Fyrir þá sem ekki vita þá er ég að fara að gifta mig á næsta ári. Við hjónaleysin höfum verið saman í 6 ár+ og síðasta sumar skellti Magnús sér á...
powered by RelatedPosts