Prjónuð ungbarnahúfa

11037083_10207057291290264_1583676580368204643_nÉg elska þessar ungbarnahúfur! Þær eru ótrúlega einfaldar og fallegar og geta verið bæði svona spari og hversdags. Ekki láta myndina blekkja ykkur því að þetta eru pínulitlar ungbarnahúfur sem sitja vel á kollinum á nýfæddum ungum. Ég sé alveg fyrir mér hversu krúttlegt það getur verið!

1511694_10207057291330265_5172592969451836850_n

Uppskriftin er frí á Pickles.no HÉR en þar er hún á ensku svo mig langaði bæði að sýna ykkur þessar einstaklega fallegu húfur og þýða uppskriftina yfir á íslensku fyrir ykkur sem eruð ekki nógu sleip í prjóna-enskunni :)

Hér kemur uppskriftin:

Screen Shot 2016-02-13 at 20.20.11

Garnið sem ég nota í húfurnar er Winter Sun frá Lotus og er það einstaklega mjúkt og hlýtt sem hentar vel á litla kolla. Ég prufaði að gera aðra útgáfu af húfunni þar sem hún er aðeins stærri en þá fjölgaði ég lykkjunum upp í 90 og bætti við umferðum svo hún yrði hærri. Túrbanhnúturinn er samt hafður á sama stað. Ef þið fitjið upp 90 lykkjur þá er húfan fyrir svona 2-3 ára gömul börn.

Vonandi getið þið nýtt ykkur þessa þýðingu og svo getið þið alltaf kíkt á upprunalegu uppskriftina á Pickles.no :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

5 Comments

 1. Avatar
  Haddý
  18/06/2015 / 20:06

  Takk fyrir uppskriftina. Finnst svo ljómandi að grípa í ungbarnahúfur á milli stærri verkefna :)

 2. Avatar
  Sigriðuradalsteins
  18/06/2015 / 23:26

  Bestum þakkir flottar húfur

 3. Avatar
  Þorbjörg Björnsdóttir
  20/06/2015 / 06:45

  Sæl og takk fyrir þetta. Hvar færðu garnið?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Nýtt í fataskápinn: Farmers Market Kálfatjörn
Mig langaði að sýna ykkur nýjustu viðbótina við fataskápinn minn sem ég er algjörlega ástfangin af! Ég fékk í jólagjöf þessa fallegu Farmers ...
Loksins!
Ég skrapp í Nettó áðan og keypti mér garn í nýja kápu sem ég ætla að prjóna á mig og ég get ekki beðið eftir að hefjast handa! Það er svo sva...
powered by RelatedPosts