Prjónaður trefill

Ég skellti mér út á mjög svo grámyglulegum haustdegi í fyrra (eins og þið kannski sjáið á myndunum) og tók þessar myndir af treflinum sem ég hafði lokið við að prjóna. Myndirnar áttu bara að vera teknar fyrir saumabókina mína þar sem ég held utan um allar uppskriftirnar sem ég hanna svo ég týni þeim ekki. Ég er nefnilega ein af þeim sem nennir sjaldnast að skrifa uppskriftirnar sem ég bulla niður á blað en ég er að reyna að taka mig á í því :)

Mér datt í hug að deila þessum myndum og uppskriftinni að treflinum með ykkur því þetta er svo mikið uppáhalds trefillinn minn að það er ekki fyndið. Ég er sko búin að ofnota þennan og ég held jafnvel að hann sé orðinn samvaxinn við mig! Trefilinn prjónaði ég í lok síðasta sumars til að undirbúa mig fyrir veturinn og er hann eitt af því fljótlegasta sem ég hef gert þó hann líti út fyrir að hafa tekið virkilega langan tíma. Hann er mjög hlýr þrátt fyrir að hann virðist ekki vera það og miðað við það að ég vaknaði við snjókomu í morgun þá held ég að ég sé ekkert að fara að leggja hann inn í skáp bráðum.

Í trefilinn notaði ég einband í litnum 1762 og kláraði að prjóna úr 4 dokkum. Ég notaði hringprjóna númer 5,5 svo að trefillinn yrði pínu laus í sér sem gerir hann extra töff. Hann er rosalega langur, örugglega um 2 metrar, en ég hefði alveg viljað hafa hann aðeins lengri hefði ég nennt að prjóna meira ;)

Það sem gerir trefilinn svona fljótlegan er að ég nota hringprjóna en ekki sokkaprjóna. Þá þarf ekki að vera að prjóna fram og tilbaka slétt og brugðið heldur prjónar maður bara eins og vél! Ég prjóna samt alltaf tvær lykkjur brugðnar, eina í byrjun umferðar og eina í lok umferðar svona eins og þegar þú prjónar lopapeysu. Þegar að trefillinn er svo orðinn nógu langur sik-sakka ég með saumavél sitthvoru megin við brugðnu lykkjurnar tvær og klippi á milli. Ég notaði sem sagt sömu tækni og þegar verið er að sauma rennilás á lopapeysu. Þetta gerir trefilinn mjög fljótlegan, auðveldan og þetta er svona prjónaverkefni sem verður ekki langdregið og leiðinlegt sem er æði því ég þoli ekki svoleiðis, mig langar alltaf að byrja á einhverju nýju um leið og ég sé eitthvað spennandi!

Mig langar að gefa öllum þeim sem eru á póstlistanum mínum uppskriftina að treflinum! Skráðu þig hér fyrir neðan og þá getur þú nálgast uppskriftina :)

 

Ég er að segja ykkur það, minnsta mál í heimi!

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

1 Comment

  1. Avatar
    Inga Lóa Baldvinsdóttir
    22/04/2015 / 13:12

    Flottur!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Nýtt í fataskápinn: Farmers Market Kálfatjörn
Mig langaði að sýna ykkur nýjustu viðbótina við fataskápinn minn sem ég er algjörlega ástfangin af! Ég fékk í jólagjöf þessa fallegu Farmers ...
powered by RelatedPosts