Lítið Ikea make-up hack

Færslan er ekki kostuð

Mig langaði að deila með ykkur þessu litla og auðvelda DIY verkefni sem ég gerði um daginn úr skrifstofuvöru frá Ikea. Ég veit ekki með ykkur en þegar ég er að gera mig til fyrir einhvern viðburð og sest niður við snyrtiborðið mitt þá er eins og það verði sprenging þegar ég er búin að farða mig og stend upp. Ég er nefnilega ekkert sérstaklega dugleg að ganga frá eftir mig jafn óðum og ég mála mig. Ég legg förðunarvörurnar bara niður einhverstaðar þegar ég er búin að nota þær og svo næst þegar ég kem að snyrtiborðinu veit ég ekkert hvar neitt er. Einstaklega skemmtilegt alveg og ég bölva sjálfri mér alltaf í hvert einasta skipti þegar ég byrja að gramsa á ný eftir dótinu mínu. Þetta Ikea hack er því tileinkað öllum þeim sem eru eins og ég og vilja koma aðeins meira skipulagi á snyrtidótið sitt! :)

Ég er nýbúin að breyta aðeins heima hjá mér til að reyna að koma betra skipulagi á hlutina og var því í einni af mörgum Ikea ferðum þegar ég tók eftir þessum bakka í skrifstofudeildinni. Þessi bakki heitir því brjálæðislega fyndna nafni (allavega ef þú ert í svefngalsa) RISSLA hirsla og kostar 1690 krónur. Um leið og ég sá hann datt mér í hug að þessi gæti nú hjálpað mér við það að koma skipulagi á snyrtiborðið mitt í eitt skipti fyrir öll! Það er svo oft svoleiðis að besta nýtingin á hlutum er þegar að hlutirnir eru nýttir í eitthvað allt annað en  þeir eru ætlaðir fyrir.

Ég á þetta típíska hvíta MAlM Ikea snyrtiborð og var ekki alveg á því að stilla upp svörtu geymsluboxi á hvítt borðið svo ég ákvað að mála það. Þess vegna skýri ég færsluna „lítið“ Ikea make-up hack því að í rauninni getið þið bara keypt bakkann og notað hann svartan alveg um leið og þið komið heim.

Ef þið eruð hinsvegar eins og ég og verðið að hafa allt í stíl þá notaði ég hvíta Flugger Interior High Finish málningu til að mála bakkan glansandi hvítan. Ég þurfti að fara alveg þrjár umferðir yfir bakkann til að ná fullri þekju en það hefði klárlega hjálpað mér að grunna hann fyrst svo að svarti liturinn myndi ekki sjást jafn mikið í gegn og ég hefði þar af leiðandi ekki þurft að mála jafn margar umferðir með málningunni.

Hér sjáið þið svo lokaútkomuna eftir að ég raðaði í bakkann! Ég er svo brjálæðislega sátt með þetta að ég gæti gargað! Aftasta röðin í bakkanum er bara ein heil lengja með engum skilrúmum svo hún er fullkomin til að geyma uppáhalds palletturnar ykkar sem þið grípið oft í.

Næstu röð er skipt í fjögur skilrúm sem hentar fullkomlega til að geyma alla förðunarburstana. Ystu skilrúmin í röðinni eru aðeins lengri en þessi tvö í miðjunni svo ég geymi alla andlitsburstana mína í þeim tveimur og svo litlu augnskuggaburstana mína í innstu tveimur hólfunum.

Fremstu röðinni er svo skipt í þrjú jafnstór hólf sem eru grynnri en hin þar sem brúnirnar ná ekki jafnt hátt upp. Mér finnst þessi hólf henta fullkomlega til að geyma mest notuðu vörurnar mínar sem ég gríp í daglega eða oft í viku, hvort sem það er farðinn minn, maskarinn, hyljarinn, kremin mín eða naglalökk :)

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta tær snilld og vonandi getur þessi litla hugmynd mín hjálpað ykkur að koma skipulagi á snyrtiborðið ykkar. Ég veit að mitt snyrtiborð myndi örugglega þakka mér ef það væri á lífi því það er enginn smá munur á því eftir að ég útbjó þetta litla kraftaverk :)

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:
Færslan er ekki kostuð

17 Comments

 1. Avatar
  Nína Margrét
  16/03/2016 / 20:41

  Snilld! :D

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   16/03/2016 / 22:59

   Takk! :D

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   16/03/2016 / 22:59

   ❤️

 2. Avatar 16/03/2016 / 22:45

  Oh þetta er geggjað! Algjör snilld og kemur vel út

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   16/03/2016 / 22:59

   Takk! ❤️

 3. Avatar
  Björg Hjörleifsdóttir
  16/03/2016 / 22:53

  Flott blogg og frábær vinningur, sem ég væri til í.

 4. Avatar
  Rannveig Iðunn
  16/03/2016 / 23:48

  Vá, þetta er frábært og kemur mjög vel út. :)

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   17/03/2016 / 08:22

   Takk fyrir það! ❤️

 5. Avatar
  Heiðrún
  17/03/2016 / 11:04

  Ég hef sagt það áður og ég segi það aftur, þú ert snillingur! :*

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   17/03/2016 / 11:10

   ❤️❤️❤️

 6. Avatar
  Fjóla Burkney Jack
  17/03/2016 / 13:41

  Frábær hugmynd ! Kemur fallega út <3

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   17/03/2016 / 14:42

   Takk kærlega fyrir! ❤️

 7. Avatar
  Jóna
  17/03/2016 / 13:44

  Sýnist þetta vera lausnin sem ég er búin að leita að :D

 8. Avatar
  Viktoría Kr Guðbjartsdóttir
  20/03/2016 / 21:13

  Þvílíkt góð hugmynd ætla klárlega að reyna á þetta :D

  • Rannveig Hafsteinsdóttir
   Rannveig Hafsteinsdóttir
   20/03/2016 / 21:36

   Æði! Þetta er algjör snilld, munt ekki sjá eftir því :)

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
Búðu þig undir þessa!
Jæja ég var búin að sýna ykkur frá NYX Professional Makeup eventinum sem ég fór á um daginn HÉR svo það er um að gera að sýna ykkur betur ...
Sephora óskalistinn #3
Það er sjaldan sem að Sephora óskalistinn minn er tómur og  þá sérstaklega ekki þegar það eru komnar svona margar nýjungar í búðina! Mig...
powered by RelatedPosts