Gróft prjónað teppi: Myndband

Þeir sem eru með mig á snapchat (rannveigbelle) sáu mig gera þetta grófa prjónaða teppi um daginn frá A til Ö. Ég fékk uppskriftina og hugmyndina að teppinu frá henni Mekkín á blogginu Krúsídúllur en hún kom með þá frábæru hugmynd að nota ódýr flísteppi úr Rúmfatalagernum til að búa til gróft garn sem hægt væri að prjóna úr. Algjör snilldarhugmynd svo ég dreif mig út í Rúmfatalagerinn, keypti 6 teppi og prjónaði úr þeim. Ég aðlagaði aðeins uppskriftina að mínum þörfum, bætti við fleiri lykkjum og svona en ég fer yfir það allt saman í myndbandinu hér fyrir neðan. Teppið kom mjög vel út en ég er alveg rosalega ánægð með það! Ef þið viljið fylgjast með ferlinu og sjá nákvæmlega hvernig ég gerði teppið þá er það allt saman í sýnikennslunni hennar Mekkínar og í myndbandinu hér fyrir neðan. Það var klárlega mesta vesenið að búa til garnið sjálft en ef maður nennir því þá er restin minnsta mál :)

 

Fylgja:
Rannveig
Rannveig

Rannveig heiti ég og er eigandi þessarar bloggsíðu. Ég er 26 ára gömul, fædd og uppalin í Kópavogi. Núna bý ég þó í Kaupmannahöfn þar sem ég starfa sem markaðsstjóri. Takk fyrir að stoppa við á þessari litlu síðu minni og kíktu endilega á fleiri greinar sem ég hef skrifað!

Share:

1 Comment

  1. Avatar
    Hildur
    16/11/2016 / 08:47

    Snilldarhugmynd hjá þér Rannveig?

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.


x

Þú gætir haft áhuga á þessu

Fataskápahack
Þeir sem eru að fylgja mér á Instagram (endilega fylgið mér undir @rannveigbelle ef þið eruð eki að því nú þegar) sáu fataskápahackið sem ég ...
Rannveig - Prjónauppskrift að peysu
Ég er í alvörunni svo spennt fyrir þessari færslu! Það er svo ótrúlega langt síðan ég deildi prjónauppskrift… hvað þá fría prjónauppskrift að pey...
Nýtt í fataskápinn: Farmers Market Kálfatjörn
Mig langaði að sýna ykkur nýjustu viðbótina við fataskápinn minn sem ég er algjörlega ástfangin af! Ég fékk í jólagjöf þessa fallegu Farmers ...
powered by RelatedPosts